fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Leigusvik á Háteigsvegi – Borgaði tryggingu fyrir íbúð sem er ekki til

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. júlí 2022 16:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástæða er til að vara fólk við auglýsingum í leiguhópum á Facebook. Þó að eflaust sé mikið um heiðarleg viðskipti þar er þó að finna auglýsingar í slíkum hópum þar sem að baki er ekkert annað en svikamylla.

Einhver sem kallar sig Audrey Mess, en það nafn hefur líklega enga merkingu í þessu samhengi, auglýsir í gríð og erg húsnæði til leigu við Háteigsveg. Nýjasta auglýsing Audrey hangir enn inni í hópnum „leiga Reykjavíkr 101.105.107“ en DV hefur sent stjórnanda hópsins viðvörun, enda er ekkert raunverulegt húsnæði á bak við auglýsingu Audrey.

Bláeygur ungverskur námsmaður, sem hafði samband við DV, er nú 100 þúsund krónum fátækari eftir að hafa greitt tryggingu fyrir leiguhúsnæði við Háteigsveg. Um er að ræða stúdíóíbúð sem á að kosta 130.000 krónur á mánuði með hita og rafmagni. Íbúðin er sögð vera í litlu útihýsi á lóðinni. Það er hins vegar ekkert útihýsi á þessum stað á Háteigsvegnum. Þegar Ungverjinn mætti til að flytja inn var enginn á staðnum af  þeim sem hann hafði verið að ræða við og semja um sín mál við í löngu samtali á Whatsapp, en hann virðist hafa átt samskipti þar við tvo aðila. Og engin íbúð á svæðinu til leigu.

DV hringdi í einn íbúa í húsinu og segir hann að sín íbúð hafi einu sinni verið auglýst til leigu á Facebook. Hún hafi hins vegar aldrei verið til leigu.

Íbúðinni í hinu ímyndaða útihúsi við Háteigsveg er lýst svo í auglýsingunni:

„Sjarmerandi stúdíóíbúð (24 fm) í sérstöku húsi í garðinum okkar í hjarta Reykjavíkurborgar. Aldeilis miðbær. Hallgrímskirkja (-kirkja) er handan við hornið. Göngufæri frá Reykjavík Bus terminal er 10 mínútur, frá Háskóla Íslands 15 mínútur, frá Háskólanum í Reykjavík 20 mínútur og frá Listaháskólanum 10 mínútur. Almenningssamgöngur í Reykjavík eru frekar dýrar, þannig að staðsetningin mun spara mikinn pening fyrir námsmanninn. Íbúðin er staðsett í rólegu fjölskylduhverfi. Sérinngangur og allt sér. Það hentar einni manneskju.“

Sem fyrr segir er auglýsingin hreinn og klár svikapóstur, ekkert húsnæði er þarna til leigu, en reynt er að fá óvarkára aðila til að millifæra peninga fyrir tryggingu. Auglýsingin er enn í birtingu í hópnum þrátt fyrir viðvaranir en Audrey hefur lokað fyrir skilaboð undir henni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“