fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Guðjohnsen bræður sagðir á förum frá höfuðborg Spánar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. júní 2022 09:00

Daníel Tristan Guðjohnsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef marka má hlaðvarpsþáttinn Dr. Football eru tveir synir Eiðs Smára Guðjohnsen á förum frá Real Madrid í sumar.

Daníel Tristan Guðjohnsen og Andri Lucas Guðjohnsen gengu í raðir Real Madrid árið 2018 en gætu verið á förum frá félaginu.

Andri Lucas er tvítugur og hefur verið í vara og unglingaliðum Real Madrid, hann hefur átt fast sæti í íslenska landsliðshópnum síðasta árið.

Daníel Tristan er 16 ára gamall en áður var hann í herbúðum Barcelona. „Daníel er yngstur, 16 ára gamall. Hann er að fara frá Real Madrid samkvæmt mínum heimildum. Það fylgdi ekki sögunni hvert hann fer. Hafið þið heyrt að hann sé besti Guðjohnsenin?,“ sagði Hjörvar Hafliðason stjórnandi þáttarins.

Anton Brink

Hrafnkel Freyr tók til máls. „Ég hef heyrt það, ég hef séð hann spila einu sinni eða tvisvar í æfingaleikjum með U17,“ sagði Hrafnkell.

Andri Lucas er einnig sagður á förum frá stórveldinu og gæti farið til Norðurlandanna. „Norköpping eða Bröndby, ég hef heyrt að Norköpping sé líklegra. Það væri flott, þeirra dæmi er að selja unga leikmenn áfram,“ sagði Hrafnkell Freyr um áhugasöm lið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina