fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Greiddi 2,5 milljarða fyrir hádegisverð með Warren Buffett

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 09:00

Warren Buffett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ónafngreindur aðili greiddi nýlega 19 milljónir dollara, sem svarar til um 2,5 milljarða íslenskra króna, fyrir hádegisverð með hinum goðsagnakennda bandaríska fjárfesti Warren Buffett. Þetta var árlegt uppboð á hádegisverði með Buffett á vegum eBay og the Glide Foundation sem eru samtök í San Francisco sem berjast gegn fátækt, hungri og heimilisleysi.

Þetta var í tuttugasta og fyrsta sinn sem máltíð með Buffet var boðin upp. Upphafsboðið var 25.000 dollarar en hæsta boðið endaði í 19 milljónum dollara og raunar 100 dollurum betur.

Síðast var máltíð með Buffett boðin upp 2019, hlé var gert á uppboðunum vegna heimsfaraldursins, en þá var hæsta boðið tæplega 4,6 milljónir dollara.

Ekki hefur verið gefið upp hver átti hæsta boðið að þessu sinni. Vinningshafinn dularfulli mun snæða með Buffett og allt að sjö gestum, sem vinningshafinn velur, á Smith & Wollensky Steakhous í New York.

En áður en sterkefnaðir lesendur fara að undirbúa sig undir að bjóða í málsverð með Buffett á næsta ári þá er rétt að taka fram að þetta var í síðasta sinn sem máltíð með honum var boðin upp. Samtals hafa 53 milljónir dollara safnast fyrir the Glide Foundation á þessum uppboðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“