fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Gekk berserksgang við hótel í miðbænum

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 1. júní 2022 11:14

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir einstaklingar voru handteknir í nótt og gistu í fangageymslu samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Annar aðilinn var handtekinn fyrir sölu á fíkniefnum en nokkurt magn fíkniefna og fjármuna fannst í bifreið hans.

Hinn aðilinn var handtekinn eftir að hafa gengið berserksgang við hótel í miðborginni. Samkvæmt lögreglunni veittist hann að fólki og farartækjum og „hafði að engu fyrirmæli um að sitja á strák sínum þegar lögreglu bar að garði.“

Lögreglan segir að það hafi því ekki verið neitt annað í stöðunni en að handtaka viðkomandi og leyfa honum að hugsa sinn gang í fangageymslu. Lögreglan segir að aðilinn verði í fangageymslunni „þar til honum rennur mesti vígamóðurinn.“

„Í atganginum olli berserkurinn skemmdum á lögreglubifreið og bíður hans það ánægjulega hlutskipti að bæta það tjón,“ segir lögreglan svo.

Þá voru þrír ökumenn handteknir og kærðir fyrir ölvun við akstur í nótt og tilkynnt var snemma í morgun um yfirstandandi innbrot í söluturn. Viðkomandi yfirgaf vettvang áður en lögregla mætti á staðinn en ekki er vitað hvort hann hafði einhver verðmæti á brott með sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“