fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Áhorfandi stundaði sjálfsfróun á tónleikum Írafárs – „Við urðum margar vitni að þessu“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 30. maí 2022 11:10

Fjarlægja þurfti karlmanninn af tónleikum Írafárs í Hörpu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjarlægja þurfti karlmann af tónleikum Írafárs í Eldborgarsal Hörpu sem haldnir voru síðastliðinn laugardag í tilefni 20 ára afmælis plötunnar Allt sem ég sé. Maðurinn var staðinn að verki við að stunda sjálfsfróun á tónleikunum en töluverður hópur fólks sá til athæfisins.

„Þessi maður var fyrir aftan okkur vinkonurnar og okkar kvöld endaði með lögregluskýrslu. Hann sniffaði af okkur og reif í hárið á einni okkar. Ég er ennþá reið yfir þessu öllu,“ segir kona sem varð vitni að þessu ósiðlega athæfi mannsins, í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum.

Í samtali við DV staðfestir konan að maðurinn hafi verið að stunda sjálfsfróun á tónleikunum í vitna viðurvist. „Við urðum margar vitni að þessu þarna á þessum stað,“ segir hún.

Konan segir þá að hún hafi látið starfsfólkið á tónleikunum vita um leið en hún hrósar því sérstaklega fyrir snör viðbrögð. „Starfsfólk Hörpu fær hrós fyrir rosalega vönduð vinnubrögð,“ segir hún.

„Þau hlustuðu á okkur, trúðu okkur strax og innan 10-15 sekúndna var hann bara fjarlægður. Mjög vönduð vinnubrögð, um leið og ég lét vita var bara strax spurt hvar maðurinn væri og hann var fjarlægður úr salnum.“

Uppfært kl. 11:30

Í svari frá lögreglu við fyrirspurn DV er staðfest að umrætt atvik hafi átt sér stað á tónleikunum. Lögreglan segir að um sé að ræða þroskaskertan einstakling sem áttar sig ekki á alvarleika gjörða sinna.

Uppfært kl 12:50

Önnur kona sem var vitni að athæfinu setti sig í samband við DV og vildi hrósa starfsfólki Hörpu líkt og hin konan. Hún segir að viðbrögðin hafi verið algjörlega til fyrirmyndar, bæði fljótleg og góð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“