fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Úkraínskir flóttamenn handteknir á Hótel Sögu og fluttir nauðugir á Ásbrú

Ritstjórn DV
Laugardaginn 28. maí 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Olenu Jadallah, sem flúði stríðsátök í Úkraínu og kom til Íslands í febrúar. Olena bíður þess að hún og fjölskylda hennar fái alþjóðlega vernd en maður hennar er frá Palestínu.

Olena hefur ýmislegt að segja um aðbúnað og móttöku flóttafólks á Íslandi og hún minnist harkalegs atviks frá Hótel Sögu.

„Við vorum í fyrstu á Hótel Sögu en svo einn morguninn þá er bankað á hurðina og okkur sagt að við eigum að fara á Ásbrú,“ segir Olena og segir að á þessum tímapunkti hafi maðurinn hennar ekki verið í herberginu og börnin bæði sofandi.

„Við sögðum þeim að við vildum ekki yfirgefa hótelið. Við vildum fá að fara daginn eftir,“ segir hún. Viðbrögð starfsfólks voru að kalla til lögreglu sem flutti þau nauðug burtu. Olena segir um þetta:

„Ég var í áfalli. Ég var með svo mikinn farangur sem ég átti eftir að pakka og svo börnin. Þau vöknuðu auðvitað við þetta. Við hefðum getað verið tilbúin. Við vorum mjög hissa á þessum viðbrögðum og viðhorfum starfsfólksins.“

Myndband frá atvikinu má sjá á vef Fréttablaðsins

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi