fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Músaplága skekur Ástrali – Vaknaði við að mús var að naga hendi hans

Pressan
Fimmtudaginn 26. maí 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annað árið í röð herjar músaplága á íbúa Queensland-fylki Ástralíu. Í fyrra var mikið fjallað um sambærilega plágu sem var sú versta sem elstu menn muna. Olli músaplágan verulegum búsifjum í landbúnaði og vonuðust menn til að um einstakt tilvik hafi verið að ræða.

En því miður reyndust það vera falsvonir. Ástralska útgáfa News.com greinir frá því að herskarar músa herji nú á íbúa víða í fylkinu og ekki sjái högg á vatni þótt að hundruðir séu fangaðar á hverjum degi.

Sjá einnig:  Músahelvíti – „Hörmungar án hliðstæðu“

Í viðtali við þarlendan miðil  Courier Mail greinir Susie Capwell frá því að maður einn hafi tjáð henni að hann hafi vaknað upp við að mús var að naga hendi hans. „Ég spurði hann hvað hafði komið fyrir hendina hans og þá sagði hann mér að hann hafði vaknað upp við. Höndin hans var öll klóruð og á henni laust skinn sem greinilega hafði verið nagað,“sagði Capwell og lýsti yfir hryllingi sínum.

Fregnir af uppgangi músa eru farnar að berast úr öllum áttum innan fylkisins og óttast sérfræðingar  nú að von sé á plágu af sambærilegri stærðargráðu og í fyrra sem gróft metið olli tjóni upp á um 90 milljarða íslenskra króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik