fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Japanir „prófa“ að hleypa ferðamönnum inn í landið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 08:00

Fuji fjallið sést frá Tókýó. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanska ferðamálastofnunin tilkynnti í gær að nú í maí verði byrjað að hleypa litlum hópum ferðamanna inn í landið. Það er hluti af því að „prófa“ hvernig er hægt að takast á við straum ferðamanna til landsins með tilliti til heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Ferðamannastofnunin sagði að tilraunin verði notuð til að leggja mat á heilbrigðis- og öryggismál og hvernig á að takast á við COVID-19 hjá ferðamönnum.

Til stóð að hefja þessa „prófun“ í lok síðasta árs en henni var frestað vegna hertra ráðstafana á landamærunum vegna Ómíkronafbrigðis veirunnar. Nú verður opnað fyrir komu þríbólusettra ferðamanna frá Ástralíu, Singapúr, Taílandi og Bandaríkjunum.

Ferðamálastofnunin mun koma að skipulagningu ferðanna í samvinnu við ferðaskrifstofur.

Vaxandi þrýstingur hefur verið bæði innanlands og utan á stjórnvöld um að opna landamærin.

Samkvæmt núgildandi reglum mega 10.000 manns koma til landsins á sólarhring en almennir ferðamenn mega ekki koma. Það eru japanskir ríkisborgarar, íbúar í landinu, vísindamenn, námsmenn og kaupsýslumenn sem mega koma. Sumir þurfa að fara í sóttkví við komuna en það fer eftir frá hvaða landi þeir koma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám
Pressan
Fyrir 4 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist