fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Bendir á snjalla leið til að láta Rússa borga fyrir enduruppbyggingu Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 08:00

Eyðileggingin er mikil í Kharkiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það liggur í augum uppi að enduruppbygging Úkraínu verður dýr, mjög dýr, því Rússar hafa valdið gríðarlegu tjóni á innviðum og öðru í landinu, svo ekki sé minnst á mannfallið. Á Vesturlöndum eru margar hugmyndir uppi um hvernig sé hægt að láta Rússa greiða hluta af kostnaðinum við enduruppbygginguna.

Josep Borrell, sem fer með utanríkismál í Framkvæmdastjórn ESB, er einn helsti talsmaður hugmyndar sem er mjög „rökrétt“ að hans sögn. Í viðtali við Financial Times sagði hann að aðildarríki ESB eigi af alvöru að íhuga að nota gjaldeyrisvaraforða Rússlands, sem var frystur af vestrænum yfirvöldum þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, til að greiða fyrir hluta af uppbyggingunni.

Um mörg hundruð milljarða dollara er að ræða sem voru frystir af ESB og bandalagsríkjum. Þetta eru peningar sem eru í eigu rússneska seðlabankans.

Ef gripið verður til þessa ráðs þá verður svipuð leið farin og Bandaríkin fóru þegar Talibanar tóku völdin í Afganistan í ágúst á síðasta ári. Fyrri ríkisstjórn landsins átti þá milljarða dollara í bandaríska seðlabankanum. Bandarísk yfirvöld frystu þessa peninga og síðan ákvað Joe Biden, forseti, að peningunum yrði skipt jafnt á milli fórnarlamba hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 2001 og til manúðaraðstoðar í Afganistan.

„Ég er mjög hrifinn af þessari hugmynd, hún er mjög rökrétt. Við erum með peningana í okkar vösum,“ sagði Borrell meðal annars.

Framkvæmdastjórn ESB hefur áður sagt að kostnaðurinn við enduruppbyggingu Úkraínu muni kosta mörg hundruð milljarða evra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“