fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Hversu oft á að þvo brjóstahaldara?

Fókus
Laugardaginn 7. maí 2022 14:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu oft á að þvo brjóstahaldara? Sérstaklega ef þú hefur ekki svitnað né óhreinkað þig? Einu sinni í viku eða einu sinni í mánuði? Eftir hverja notkun kannski? 

Óformleg könnun sem Today Show lét gera sýnir að yfir helmingur kvenna þvær brjóstahaldara sína einu sinni í mánuði. 37% þvær þá á tveggja vikna fresti og sjö prósent þvær brjóstahaldara sína eftir hverja notkun. 

Samkvæmt Alok Vij, húðsjúkdómalækni hjá The Cleveland Clinic er æskilegt að þvo brjóstahaldara eftir aðra til þriðju hverja notkun. Aðstæður skipta aftur á móti máli og segir læknirinn að notkun á brjóstahaldara í nokkra klukkutíma ætti að flokkast sem eitt skipti en notkun í miklum hita og svita skuli aftur á móti telja sem tvöfalda eða jafnvel  þrefalda notkun. Doktorinn segir ekkert standa í vegi fyrir að vera í sama brjóstahaldaranum tvo daga i röð sé hann tekinn af til að draga úr álagi á teygjuna í efninu. Sé sami brjóstahaldarinn notaður of lengi breytist lögun hans og  hlýrar gefa eftir. 

Læknirinn segir ástæðuna fyrir brjósthaldaraskiptum vera að sviti, húðflögur og náttúruleg olía húðarinnar setjist að í efnið og geti orðið suðupottur fyrir sveppa- og bakteríusýkingar sé brjóstahaldarinn ekki þveginn reglulega. Tíu til tólf tíma notkun á dag í marga daga getur skilið eftir sig bæði eftir bletti og ólykt auk þess sem hættan á húðertingum, útbrotum og húðsýkingum eykst. 

Margar konur hika við að þvo brjóstahaldara of oft þar sem þeir vilja missa lögun og teygjanleika. Það má aftur á móti lágmarka hættuna á því með því að þvo brjóstahaldara á réttan hátt. Æskilegast er að handþvo brjóstahaldara en sé þvegið í þvottavél er gott að hafa eftirfarandi í huga: 

  • Gætið þess að báðir haldarar sé fastir
  • Setjið brjóstahaldarann í þvottanet svo hann flækist ekki í öðrum þvotti
  • Notið stillingu fyrir viðkvæman þvott sem köldu vatni
  •  Aldrei setja brjóstahaldara í þurrkara þar sem hitinn og titringurinn eyðileggur teygjuna í efninu. Leggið þess í stað brjóstahaldara á handklæði með skálarnar upp
  • Ekki setja aðra skálina inn í hina þegar gengið er frá brjóstahaldara. Það eyðileggur lögun þeirra. 

Doktor Vij segir gott að hafa í huga að sé vel farið með brjóstahaldara geti þeir enst svo árum saman en séu óhreinindi látin safnast saman í þeim skemmist þeir á skömmum tíma. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Í gær

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“