fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Pressan

„Deyjandi Vesturlönd telja Rússland vera þriðja heims úrhrak“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. maí 2022 15:00

Yevgeny Prigozhin er eigandi Wagner Group.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yevgeny Prighozhin er náinn bandamaður Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, og að mati Vesturlanda maðurinn sem fjármagnar starfsemi Wagnerhópsins sem er hópur rússneskra málaliða. Þeir voru nýlega sakaðir um fjöldamorð í Malí en hópurinn hefur komið víða við á síðustu árum og birtist yfirleitt þar sem rússneski herinn á í átökum og það þrátt fyrir að Pútín þvertaki fyrir að nokkur tengsl séu á milli Wagnerhópsins og rússneska hersins eða rússneskra stjórnvalda.

Prighozhin hefur lengi verið talinn maðurinn á bak við Wagnerhópinn en bæði Bandaríkin og ESB hafa sakað hann um það. The Guardian hafði samband við Prighozhin til að fá viðbrögð hans við ásökunum um að liðsmenn Wagnerhópsins hafi staðið á bak við fjöldamorð í Malí. Hann sagðist „ítrekað hafa sagt að Wagnerhópurinn sé ekki til“ og að hann „tengist honum ekki“.

„Þið eruð Vestræn siðmenning sem er að deyja út og teljið Rússa, Malíbúa, Mið-Afríkubúa, Kúbana og margt annað fólk og ríki vera þriðja heims úrhrök. Munið að þetta er ekki rétt . . . Þið eruð ömurlegur hópur öfugugga sem er í útrýmingarhættu og við erum mörg, milljarðar. Við munum sigra,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagði innbrotsþjóf hafa myrt móður sína – Svo kom sannleikurinn í ljós

Sagði innbrotsþjóf hafa myrt móður sína – Svo kom sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot