fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Matur&heimili: Grillstemning og útieldhús

Fókus
Þriðjudaginn 3. maí 2022 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þátturinn Matur&heimili, í umsjón Sjafnar Þórðar, er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 19 og aftur kl. 21.

Í tilefni þess að framundan er grillsumar hittir Sjöfn nýkrýndan ungkokk Norðurlandanna og bronsverðlaunahafa úr keppninni um Kokk ársins, Gabríel Kristinn Bjarnason, en Gabríel er einungis 22ja ára gamall og hefur farið á kostum sem matreiðslumaður og er einn af okkar landsliðskokkum.

Gabríel hefur mikla ástríðu fyrir matargerð og veit fátt skemmtilegra en að grilla sælkerarétti og sérstaklega sjávarfang. Gabríel ætlar að bjóða áhorfendum upp á þriggja rétta grillaða sælkeramáltíð þar sem sjávarfangið er í forgrunni ásamt meðlætinu.

Þegar kemur að því velja grill er Gabríel hrifnastur af kolagrilli. „Ég kýs alltaf frekar að grilla á kolagrilli því það gefur meiri karakter í grillmatinn og það býður upp á miklu meiri grill stemningu. Gott hráefni skiptir alltaf miklu máli, því ferskara sem hráefnið er því meira nýturðu þess. Það er ekkert skemmtilegra en að grilla í góðu veðri með gott vel valið gæða íslenskt hráefni,“ segir Gabríel .

Herlegheitin fara fram í nýju útieldhúsi þar sem aðstaðan er til fyrirmyndar en Björn Jóhannsson landslagsarkitekt á heiðurinn af hönnunin. Aðspurður segir Björn að óskir um útieldhús fari vaxandi og margir vilji auka lífsgæðin með því að stækka heimilið með því að vera með eldhús utandyra. „Á tímabilinu fyrir 2007 teiknaði ég nokkuð margar grillstöðvar með innbyggðum grillum en síðan hefur það smám saman þróast yfir í yfirbyggð útieldhús sem eykur notagildið enn frekar og gefur fólki kost á að nýta það alla ársins hring,“ segir Björn.

Útieldhús njóta vaxandi vinsælda og æ fleiri landsmenn kjósa að stækka heimilin sín út og nýta svæðið utandyra til að auka lífsgæði sín. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi og eiginmaður hennar eru ein af þeim sem fannst frábært að geta stækkað heimilið með því að vera með útieldhús og pergólupall á útisvæðinu sem hefur aukið lífsgæði þeirra og fjölbreytni til muna enda miklir náttúruunnendur.

Sjöfn heimsækir Þórdísi Lóu, sem ávallt er kölluð Lóa, í útieldhúsið í þættinum í kvöld og fær að sjá útkomuna og njóta þeirra upplifunar sem svæðið býður upp á. „Við byggðum okkur þennan pergólupall og útieldhús árið 2020 í miðjum heimsfaraldri,“ segir Lóa. Þau hönnuðu sitt drauma útieldhús sjálf þar sem rómantíkin réð för. „Við vildum við hafa eldhúsið sveitó og heimilislegt þar sem húsið okkar er gamalt og hér er ekkert hornrétt.“

Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:

Matur og heimili 3 mai stikla
play-sharp-fill

Matur og heimili 3 mai stikla

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Hide picture