fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Ingó segist aldrei hafa heyrt sögur um að hann hafi samfarir við börn – „Hef þetta ekki í mér“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. maí 2022 10:59

Ingólfur Þórarinsson á leið í réttarsal vegna meiðyrðamáls sem hann höfðaði. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nei, ég þekki hann ekki. Við vorum í grunnskóla á Selfossi á sama tíma en ég hef aldrei haft nein samskipti við hann,“ svaraði Ingólfur Þórarinsson er hann var spurður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, hvort hann hefði haft einhver samskipti við manninn sem hann hefur stefnt fyrir dóm fyrir meiðyrði, Sindra Þór Sigríðarson.

Aðalmeðferð í máli Ingólfs gegn Sindra stendur yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ingólfur var spurður hvort hann hefði einhvern tíma haft samfarir við börn undir 18 ára aldri og hann sagði svo ekki vera. Það hefði þó getað hent á þeim tíma þegar hann var sjálfur unglingur og átti kærustur á sínu reki.

Aðspurður hvort einhver hefði haldið því fram að hann hefði gert það þá sagði hann svo ekki vera. Varðandi sögusagnir um nauðganir og samræði við börn sagði Ingólfur: „Nei, aldrei. Hef þetta ekki í mér.“

Fram kom í máli Ingólfs að hann er í sambúð með konu og þau eiga von á sínu fyrsta barni í október.

Ingólfur segir að hann hafi átt erfitt með sverja af sér sögusagnir sem fóru af stað um hann síðasta sumar vegna þess að þær hafi verið óljósar og nafnlausar. Hann hafi átt erfitt með að vita hvað hann væri sakaður um.  „En að ríða börnum finnst mér hljóma svo ljótt og gróft að maður getur ekki lifað við það.“

„Það voru margar nafnlausar ásakanir sem komu á einu bretti og fóru í fjölmiðlana, ég veit sannarlega ekki hvað var átt við í mörgum tilvikum.“

Engar kvartanir frá félagsmiðstöðvum

Margar sögur hafa verið í gangi um ósæmilega hegðun Ingólfs í félagsmiðstöðvum þar sem hann hefur verið að skemmta. Ingólfur sagðist hins vegar ekki kannast við að hafa fengið eina einustu kvörtun frá félagsmiðstöðvum vegna framkomu sinnar. „Ég veit ekki hvað ég á að hafa gert af mér þar, ef maður er söngvari uppi á sviði, er það þá óviðeigandi hegðun að horfa út í sal, það er þá hluti af einhverju akti.“

Ingólfur lýsti því að umræðan um hann sem var mjög hávær í fyrrasumar hefði skaðað hann mikið. Bókanir í tónlistarbransanum hafi fallið alveg niður og ferill hans sem tónlistarmaður stöðvast. „Margir sem hafa ráðið mig í vinnu hafa haldið að sér höndum og ekki viljað að þeirra fyrirtæki yrðu fyrir árásum,“ sagði hann.

Varðandi andleg áhrif á hann sjálfan af umræðunni sagði Ingó að hann væri svo heppinn að eiga góða vini og gott fólk í kringum sig sem styrkti hann.

Varðandi ásakanir um að hann hafi boðist til að keyra ungar stúlkur heim eftir unglingaböll sagðist hann kannski hafa einhvern tíma skutlað frænku sinni en hann kannaðist að öðru leyti ekki við þessar sögur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

BYKO lagði athafnamann með stormasama viðskiptasögu

BYKO lagði athafnamann með stormasama viðskiptasögu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Í gær

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“