fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Þingmaður neyðist til að segja af sér eftir að hafa horft á klám í þingsalnum

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 30. apríl 2022 22:00

Neil Parish

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski þingmaðurinn Neil Parish hefur neyðst til að segja af sér sem þingmaður eftir að hann viðurkenndi að hann hefði horft tvisvar sinnum á klám í þingsal. Hann segir að um hafi verið að ræða stundarbilun.

Parish segir að í fyrra skiptið sem hann horfði á klám í þingsalnum þá hafi það verið óvænt og að hann hafi ætlað að horfa á traktora.

„Ég er ekki stoltur af því sem ég var að gera,“ sagði Parish þegar upp komst um það en þá neitaði hann að segja af sér þrátt fyrir áskoranir um það. Hann sagði að hann ætlaði að bíða eftir að málið yrði rannsakað.

Síðar játaði hann seinna skiptið og sagði að það hafi ekki verið óvænt. Þá sagðist hann ætla að segja af sér sem þingmaður.

„Þetta var þannig – það er fyndið en þetta voru traktorar sem ég var að horfa á. Ég fór á aðra vefsíðu sem er með mjög svipuðu nafni en ég horfði á það í smá tíma en ég hefði ekki átt að gera það. Glæpurinn minn, stærsti glæpurinn minn er sá að á öðrum tímapunkti fór ég aftur á síðuna.“

Parish segist ekki hafa verið að horfa á klámið í þeim tilgangi að láta fólk sjá að hann hafi verið að því „Það sem ég gerði var algjörlega rangt. Ég gerði mistök, ég var heimskur. Ég biðst innilegrar afsökunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Beið bana á átta ára afmælisdaginn – Móðirin varar aðra foreldra við

Beið bana á átta ára afmælisdaginn – Móðirin varar aðra foreldra við
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað