fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Hnífsstunga í Ingólfsstræti í nótt – Tveir menn handteknir og óvíst með afdrif þolandans

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. apríl 2022 07:36

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn voru handteknir á fimmta tímanum í nótt eftir að hafa stungið mann með hníf í Ingólfsstræti fyrir framan skemmistað í miðbæ Reykjavíkur. Mennirnir voru handteknir og árásarþoli fluttur með hraði á sjúkrahús. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að maðurinn sé enn í aðgerð og því óvíst hvort að hann sé í lífshættu eða ekki. Árásarmennirnir verða yfirheyrðir síðar í dag.

Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt og mikið um útköll vegna drykkjuláta auk þess sem fjölmargir voru teknir fyrir að keyra undir áhrifum áfengis og vímuefna. Þannig stöðvaði lögregla bílstjóra sem keyrði yfir á rauðu ljósi á gatnamótum þar sem kyrrstæður lögreglubíll beið. Þegar lögregla stöðvaði för ökumannsins réðst hann til atlögu gegn lögreglumönnum og var þegar handtekinn. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.

Um 16.30 í gær var karlmaður handtekinn á Seltjarnarnesi á stuttbuxum einum saman eftir að hafa haft í hótunum við ungar stúlkur. Viðkomandi var undir miklum áhrifum áfengis og gistir fangageymslu þar til unnt verður að ræða við hann.

Þá slasaðist maður í Kórahverfinu eftir að hafa fengið lok af heitum potti í höfuðið. Var hann fluttur á slysdeild en virðist sem betur fer hafa sloppið nokkuð vel.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Í gær

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“