fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Sólveig Anna mótmælir fordæmingu Drífu – Segir uppsagnirnar óhjákvæmilegar

Eyjan
Þriðjudaginn 12. apríl 2022 12:56

Sólveig Anna Jónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, mótmælir „órökstuddum yfirlýsingum“ Drífu Snædal, forseta ASÍ, um málefni Eflingar, en Drífa fordæmdi í dag fyrirhugaðar uppsagnir á öllum starfsmönnum skrifstofu Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lista Sólveigar, Baráttulistanum.

„Formaður Eflingar – stéttarfélags mótmælir órökstuddum yfirlýsingum forseta Alþýðusambands Íslands um lýðræðislegar ákvarðanir stjórnar Eflingar varðandi innri skipulagsmál á skrifstofum félagsins.“

Í tilkynningu segir að ákvörðun stjórnar Eflingar um breytingar sé tekin á skýrum og málefnalegum grunni og er þeim ætlað að innleiða „samræmi, jafnrétti og gagnsæi“ í launakjörum starfsfólks.

„Ákvörðun stjórnar Eflingar um breytingar sem nú standa yfir er tekin á skýrum og málefnalegum grunni. Eru þær breytingar hugsaðar til að innleiða samræmi, jafnrétti og gagnsæi í launakjörum starfsfólks, innleiða eðlilegt bil milli hæstu og lægstu launa á skrifstofunum, og gera aðrar löngu tímabærar og nauðsynlegar breytingar á skipulagi.“

Drífa hefi ekki haft fyrir því að leita skýringa hjá Sólveigu eða stjórn Eflingar áður en hún fordæmdi opinberlega þeirra störf.

„Forseti Alþýðusambandsins hefur ekki haft fyrir því að leita upplýsinga eða skýringa frá formanni eða stjórn Eflingar, en hikar þó ekki við að fordæma opinberlega þeirra störf í þágu félagsfólks í Eflingu. Það eru sorgleg nýmæli að forseti Alþýðusambandsins ráðist á verka- og láglaunafólk í stjórn eins af aðildarfélögum ASÍ með þessum hætti.“

Sjá einnig: Drífa segir upplausn ríkja á skrifstofu Eflingar – „Þetta hefur ekki gerst áður hér á landi“

Baráttulistinn hafi lýst því yfir í kosningabaráttu sinni að nauðsynlegar breytingar yrðu gerðar á rekstri skrifstofunnar. Til að innleiða þær breytingar sé óhjákvæmilegt að segja upp öllum ráðningarsamningum.

„Við það loforð verður staðið. Í því ferli sem nú stendur yfir er lögum og vinnubrögðum sem við eiga fylgt í einu og öllu. Óhjákvæmilegt er að segja upp öllum ráðningarsamningum, en allt starfsfólk verður hvatt til að sækja um auglýst störf að nýju.“

Sjá einnig: Öllu starfsfólki Eflingar sagt upp

Baráttulistinn segist harma það að trúnaður hafi verið rofinn og fyrirhuguðum uppsögnum lekið í fjölmiðla áður en lögbundið samráð fór fram við fulltrúa starfsfólks.

„Yfir stendur lögbundið samráð við fulltrúa starfsfólks sem lögum samkvæmt ber að fara fram í trúnaði. Formaður Eflingar harmar að aðilar hafi rofið trúnað, lekið gögnum í fjölmiðla og tjáð sig þar með óvarlegum hætti áður en því samráðsferli lauk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar