fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

Rannsókn Seðlabankans beinist að verklagi söluráðgjafa en ekki Bankasýslunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. apríl 2022 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Fjármálaeftirlit Seðlabankans hafið athugun á ákveðnum þáttum tengdum útboði Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 22,5% hlutur var þá seldur. Athugun Seðlabankans beinist að starfsháttum söluráðgjafa útboðsins en ekki að starfsháttum Bankasýslunnar.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að eftirlitshlutverk Seðlabankans nái ekki yfir Bankasýsluna en nái hins vegar yfir samskipti söluaðila útboðsins við viðskiptavini sína. Hlutverk söluaðilanna var að flokka viðskiptavini sína, skera úr um hvort þeir væru „hæfir“ til að fá að fjárfesta í útboðinu.

Forsvarsmenn Seðlabankans vildu ekki tjá sig um málið við Morgunblaðið í gær. Blaðið segist hafa fengið staðfest að óskað hafi verið eftir upplýsingum frá söluaðilum um nánari skýringar á hvernig þátttakendur í útboðinu voru flokkaðir, hvaða skilyrði voru fyrir hendi til að flokka þá sem fagfjárfesta og hvort þessi skilyrði hafi verið í samræmi við lög. Enginn grunur er sagður vera um lögbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi