fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Rannsókn Seðlabankans beinist að verklagi söluráðgjafa en ekki Bankasýslunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. apríl 2022 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Fjármálaeftirlit Seðlabankans hafið athugun á ákveðnum þáttum tengdum útboði Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 22,5% hlutur var þá seldur. Athugun Seðlabankans beinist að starfsháttum söluráðgjafa útboðsins en ekki að starfsháttum Bankasýslunnar.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að eftirlitshlutverk Seðlabankans nái ekki yfir Bankasýsluna en nái hins vegar yfir samskipti söluaðila útboðsins við viðskiptavini sína. Hlutverk söluaðilanna var að flokka viðskiptavini sína, skera úr um hvort þeir væru „hæfir“ til að fá að fjárfesta í útboðinu.

Forsvarsmenn Seðlabankans vildu ekki tjá sig um málið við Morgunblaðið í gær. Blaðið segist hafa fengið staðfest að óskað hafi verið eftir upplýsingum frá söluaðilum um nánari skýringar á hvernig þátttakendur í útboðinu voru flokkaðir, hvaða skilyrði voru fyrir hendi til að flokka þá sem fagfjárfesta og hvort þessi skilyrði hafi verið í samræmi við lög. Enginn grunur er sagður vera um lögbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar