fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Öllu starfsfólki Eflingar sagt upp

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. apríl 2022 04:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á stjórnarfundi Eflingar í gær lagði Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður félagsins, til að öllu starfsfólki félagsins yrði sagt upp störfum. Tillagan var samþykkt af átta manna meirihluta B-lista sem Sólveig Anna er í forystu fyrir.

Vísir.is skýrir frá þessu. Fram kemur að uppsagnirnar séu hluti af breytingartillögu til stjórnar um að umfangsmiklar skipulags- og rekstrarbreytingar verði gerðar á skrifstofu Eflingar. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir breytingum á ráðningarkjörum allra starfsmanna félagsins og af þeim sökum er starfsfólkinu sagt upp. Uppsagnirnar eiga að taka gildi um næstu mánaðamót. Öll störfin verða auglýst og krafa verður gerð um að starfsfólk vinni uppsagnarfrestinn.

Fulltrúar minnihlutans í stjórninni gagnrýndu tillöguna harðlega en hún var lögð fram á fyrsta starfsdegi Sólveigar Önnu sem formanns og á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar sem tók við á aðalfundi félagsins síðasta föstudag. Vísir segist hafa heimildir fyrir að Sólveig hafi ekki mætt til vinnu á fyrsta starfsdegi, hafi látið nægja að sitja stjórnarfundinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Margrét ekki svipt föðurarfinum – Hundruð handskrifaðra skilaboða hennar til foreldranna vekja óhug 

Súlunesmálið: Margrét ekki svipt föðurarfinum – Hundruð handskrifaðra skilaboða hennar til foreldranna vekja óhug 
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum