fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Öllu starfsfólki Eflingar sagt upp

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. apríl 2022 04:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á stjórnarfundi Eflingar í gær lagði Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður félagsins, til að öllu starfsfólki félagsins yrði sagt upp störfum. Tillagan var samþykkt af átta manna meirihluta B-lista sem Sólveig Anna er í forystu fyrir.

Vísir.is skýrir frá þessu. Fram kemur að uppsagnirnar séu hluti af breytingartillögu til stjórnar um að umfangsmiklar skipulags- og rekstrarbreytingar verði gerðar á skrifstofu Eflingar. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir breytingum á ráðningarkjörum allra starfsmanna félagsins og af þeim sökum er starfsfólkinu sagt upp. Uppsagnirnar eiga að taka gildi um næstu mánaðamót. Öll störfin verða auglýst og krafa verður gerð um að starfsfólk vinni uppsagnarfrestinn.

Fulltrúar minnihlutans í stjórninni gagnrýndu tillöguna harðlega en hún var lögð fram á fyrsta starfsdegi Sólveigar Önnu sem formanns og á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar sem tók við á aðalfundi félagsins síðasta föstudag. Vísir segist hafa heimildir fyrir að Sólveig hafi ekki mætt til vinnu á fyrsta starfsdegi, hafi látið nægja að sitja stjórnarfundinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Í gær

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“