fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Tómas Þór fór ítarlega yfir stærsta leik tímabilsins þar sem Síminn verður á staðnum – „Að kalla þetta úrslitaleik er ekkert ofsögum sagt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 9. apríl 2022 12:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síminn Sport verður með sérfræðinga sína á Etihad-vellinum í Manchester á stórleik Manchester City og Liverpool, toppliðanna í ensku úrvalsdeildinni, á morgun. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum, fór yfir ferðina og leikinn sjálfan í þættinum Íþróttavikan með Benna Bó á Hringbraut í gærkvöldi.

„Þetta verður rosalegur leikur. Fyrri leikur liðanna er einn sá besti sem maður hefur séð í háa herrans tíð í sjónvarpinu,“ sagði Tómas.

„Að kalla þetta úrslitaleik er ekkert ofsögum sagt,“ sagði Tómas. „Auðvitað geta allir misstigið sig en þessi lið eru í svo góðum takt. Mér finnst líklegt að það lið sem verður í bílstjórasætinu eftir leik taki þann stóra í maí.“

Man City var með 13 stiga forskot í byrjun árs. Liverpool hefur gert virkilega vel í því að koma til baka og narta í hælana á þeim. Tómas Þór segir að Klopp og hans menn eigi hrós skilið fyrir að hafa ekki einfaldlega sett allt púður í aðrar keppnir. „Hversu auðvelt hefði verið fyrir Liverpool að setja fókusinn á bikaranna, að fá fleiri bikara? Því þrátt fyrir það ótrúlega þrekvirki sem Jurgen Klopp hefur unnið með Liverpool er bikarasafnið ekki stórt. Það er nokkuð glæsilegt með Champions League og Premier League en þeir eru ekkert margir.“

Tómas Þór segir að umfjöllunin sé jákvæðari í garð Liverpool. Það sé hins vegar að hluta til vegna þess mikla stöðugleika sem City hefur sýnt lengi. Það þyki ekki lengur mikil tíðindi að þeir vinni leiki. „Það er meiri byr í seglin hjá Liverpool á meðan City bara vinnur og vinnur. Ég held að City stuðningsmenn séu margir svolítið pirraðir á því að umfjöllunin um þá er svolítið eins og þeir vinni bara alltaf. En það er af því þeir hafa ekki lent í miklum öldudal í gegnum árin.“

Sem fyrr segir verður Síminn Sport á staðnum á morgun. „Við ætlum að fara þarna út með tökulið og leikstjóra og verðum að taka efni á bakvið tjöldin líka, “ sagði Tómas. Þátturinn Völlurinn verður í beinni frá Etihad. „Spenningurinn fyrir að sjá leikinn persónulega er mikill en líka spenningurinn fyrir að fá að færa þetta heim í stofu.“„Við verðum í hringiðjunni að reyna að færa ykkur aðeins nær Premier League. Svo ætlum við að gera það sama á Liverpool-Manchester United.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“
433Sport
Í gær

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“
Hide picture