fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

„Við erum að nálgast hættulegasta tímapunkt mannkynssögunnar“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 21:00

Noam Chomsky - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum að nálgast hættulegasta tímapunkt mannkynssögunnar,“ segir bandaríski rithöfundurinn og samfélagsrýnirinn Noam Chomsky í viðtali við The New Statesman. „Við stöndum frammi fyrir möguleikanum á algjörri útrýmingu mannkyns hér á jörðu.“

Ástæðuna fyrir þessari svartsýni Chomsky má meðal annars rekja til aukinnar hættu á notkun kjarnavopna vegna stríðsins í Úkraínu. „Við gætum verið að fara í kjarnorkustríð ef við náum ekki að nýta möguleikana sem standa til boða fyrir samningaviðræður,“ segir hann.

Einnig hefur Chomsky miklar áhyggjur af loftlagsbreytingum. „Við erum að nálgast óafturkræf tímamót og við getum ekki komið í veg fyrir það mikið lengur. Það þýðir ekki að allir séu að fara að deyja en það þýðir að við erum að fara inn í framtíð þar sem þeir heppnu verða þeir sem deyja fljótt.“

Í viðtalinu talar Chomsky einnig um Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, en hann stefnir á að verða forseti að nýju. Chomsky hefur áhyggjur af því og ber ræður Trump saman við ræður sem hann heyrði í útvarpinu þegar hann var ungur að aldri.

„Ég man eftir því að hafa hlustað á ræður Hitlers í útvarpinu. Ég skildi ekki orðin, ég var sex ára gamall. En ég skildi hvað var í gangi og það var ógnvekjandi. Ég get ekki gert annað en að hugsa um það þegar ég horfi á samkomurnar sem Trump heldur núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum