fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
433Sport

Evrópa: Jafnt í fyrri leikjum kvöldsins

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 18:48

Atalanta og Leipzig áttust við í kvöld (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í átta liða úrslitum Evrópu- og Sambandsdeildarinnar rétt í þessu.

RB Leipzig fékk Atalanta í heimsókn í Evrópudeildinni. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Kólumbíski vængmaðurinn Luis Muriel kom gestunum yfir á 17. mínútu eftir stoðsendingu frá fyrrum Chelsea manninum Davide Zappacosta. Þannig stóðu leikar í hálfleikar.

Davide Zappacosta setti svo boltann í eigið net eftir að André Silva hafði klikkaði á vítaspyrnu fyrir Leipzig og staðan orðin 1-1. Það reyndust lokatölur leiksins. Liðin mætast aftur fimmtudaginn 14. apríl.

Þá gerðu Feyenoord og Sparta Praha jafntefli í markaleik. Luis Sinissterra kom Feyenoord yfir með marki á 10. mínútu en gestirnir frá Prag sneru leiknum sér í vil með mörkum frá Peter Olayinka og Yira Sor í sitthvorum hálfleiknum.

Marcos Senesi jafnaði fyrir hollenska liðið á 74. mínútu og Orkun Kökçü virtist hafa unnið leikinn fyrir þá en Ibrahim Traore jafnaði fyrir Sparta menn á fimmtu mínútu uppbótartíma, lokatölur 3-3. Liðin mætast aftur í Prag í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svona eru þrjár næstu umferðir Bestu deildarinnar – Margt áhugavert gæti gerst

Svona eru þrjár næstu umferðir Bestu deildarinnar – Margt áhugavert gæti gerst
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forseti Barcelona hefur samband vegna Greenwood

Forseti Barcelona hefur samband vegna Greenwood
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea

Hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti orðið fullkominn endir hjá Reus

Gæti orðið fullkominn endir hjá Reus
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?