fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Segir Pútín vera skíthræddan um þetta

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 06:01

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðrómar krauma um að nánustu samstarfsmenn Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, hyggist velta honum af stalli. En ekkert hefur komið fram sem staðfestir að áætlanir séu uppi um að bola honum úr embætti.

En engu að síður er þetta eitthvað sem Pútín óttast að sögn Stafan Hedlund, sem er prófessor í austur-evrópskum fræðum við Uppsalaháskóla og sérfræðingur í málefnum Rússlands.

„Eftir því sem þessir orðrómar segja þá er Pútín skíthræddur við að enda í niðurfallsröri eða einhvers staðar annars staðar eins og Gaddafi,“ sagði hann í samtali við Expressen. Þar vísaði hann þess að Gaddafi, sem var einræðisherra í Líbíu, reyndi að fela sig í klóakröri rétt áður en hann var drepinn.

Hedlund sagði að aðeins allra nánustu samstarfsmenn Pútíns komist svo nærri honum að þeir geti framið valdarán og að herinn hafi ekki tekið völdin þar í landi síðustu 1.000 árin.

Að sögn er Pútín gætt af sérvöldum lífvörðum og hann er sagður vera einstaklega varkár, óháð því hversu lítil eða mikil hætta er talin steðja að honum hverju sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Reynisfjöruslysið: Einstaklingurinn beri ábyrgð en ekki ríkið

Reynisfjöruslysið: Einstaklingurinn beri ábyrgð en ekki ríkið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“
Fréttir
Í gær

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar
Fréttir
Í gær

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“