fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Einn stærsti þjófnaður sögunnar á rafmynt – 77 milljarðar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. apríl 2022 07:30

Rafmynt er vinsæl hjá sumum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. mars síðastliðinn tókst tölvuþrjótum að brjótast inn í tölvukerfi Ronin Network og stela rafmynt að verðmæti 600 milljóna dollara en það svarar til um 77 milljarða íslenskra króna. Það var ekki fyrr en viku síðar sem komst upp um þjófnaðinn.

Ronin Network er bitakeðja (blockchain) fyrir spil á netinu, meðal annars fyrir hið vinsæla Axie Infinity spil.

Skýrt var frá þjófnaðinum í fréttabréfi Ronin. Fram kemur að þjófarnir hafi sloppið með 173.600 einingar af ethereum, sem er rafmynt, og 25,5 milljónir USDC sem er mynt sem er bundin við Bandaríkjadal á föstu gengi 1:1.

Bloomberg hefur eftir Wilfred Daye, forstjóra Securitize Capital, að það að sex dagar hafi liðið þar til þjófnaðurinn uppgötvaðist veki mikla athygli og segi að eitthvað kerfi þurfi að vera til staðar til að fylgjast með ólöglegum millifærslum. Bloomberg segir þetta vera einn stærsta rafmyntaþjófnað sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum