fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Skrítið: Samtal við hressan Breiðfirðing

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 9. apríl 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlímánuði árið 1967 leit Jónas Jóhannsson bóndi við á ritstjórnarskrifstofu Tímans og sagði fréttir úr heimahögum sínum í Öxney á Breiðafirði:

„Það hefur verið kalt tíðarfar undanfarið. Vorið var kalt og mikil norðanátt, og gróðri fór seint fram,“ sagði Jónas. „Það var kalt um sauðburðinn og yfirleitt kuldi út júní.“

Hann hafði þungar áhyggjur af fuglavarpinu í eyjunum sem var ógnað af minknum sem væri orðinn yfirgnæfandi. „Minkurinn hefur verið mesti vágestur, sem hefur komið og kemur í varplönd, og hann hefur eytt mestöllu fuglalífi úr eyjunum. Hann étur líka hrognkelsin úr netunum, flettir kviðnum af þeim öðru megin og étur síðan fiskinn. Minkurinn hefur verið með meira móti í vor.“

Til að vinna á minknum notaði Jónas hunda. En minkurinn dvaldi í holum og mikill klaki hafði verið í eynni sem gerði leitina erfiða.

Fáar eyjar í byggð og deyfð yfir félagslífi

Jónas sagði fleiri hressandi fréttir af Breiðafirði. „Það eru fáar eyjar í byggð á Breiðafirði núna. Í minni sveit eru tvær og að nokkru leyti sú þriðja í byggð, þegar ég man eftir fyrst voru þær sjö, og fámennt orðið yfirleitt. Í heimilum þar sem ég man eftir tuttugu manns eru nú tveir til þrír.“

Útlitið með byggðina í eyjunum væri ekki glæsilegt. Brátt væri hægt að fljúga út í eyjarnar og þá þyrfti fólk ekki að búa þar heldur gæti háttað í Reykjavík.

„Þá þurfa engir að vera sjóveikir, sjóveiki og píkuskrækir hverfa.“

Hann sagði að brátt yrðu allir landsmenn fluttir til Reykjavíkur og þyrfti þá ekki stærra svæði undir byggð.

„Yfirleitt er deyfð yfir félagslífi í sveitunum, einkum að vetrinum, en þá er líka hver maður upptekinn af starfi. Þó kemur fyrir að fólk slær sér saman og spilar, því að ef góð er færð er það fljótt að skreppa á milli á nútímafarartækjunum, bílunum.“

Blaðamenn Tímans þökkuðu Jónasi fyrir upplífgandi spjall og óskuðu honum góðrar heimferðar út í Öxney.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin og aftur eru vendingar á toppnum

Ofurtölvan stokkar spilin og aftur eru vendingar á toppnum
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“