fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Þróaði með sér átröskun eftir það sem klámumboðsmaðurinn sagði við hana

Fókus
Fimmtudaginn 10. mars 2022 19:30

Chloe Cherry í hlutverki Faye í Euphoria. Mynd/HBO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Chloe Cherry opnar sig um átröskun sem hún glímdi við eftir að hún byrjaði í klámi, en áður en Chloe steig sín fyrstu skref í leiklistaheiminum þá lék hún í klámmyndum.

Sjá einnig: Beint úr klámmyndaleik í eina vinsælustu þáttaröðina hjá HBO

Hlutverk hennar í vinsælu þáttunum „Euphoria“ á HBO Max er fyrsta hlutverk hennar utan klámsins og hefur hún vakið mikla athygli og lukku meðal áhorfenda.

Sjá einnig: Skilur ekkert í athyglinni sem varir hennar fá

Chloe var á dögunum í hlaðvarpinu „Call Her Daddy“ og sagðist hafa þróað með sér átröskun þegar umboðsmaður í klámbransanum kallaði hana feita.

„Hann sagði: „Öllum finnst þú feit og fljótasta leiðin til að léttast er að sleppa því að borða.“ Hann sagði þetta við mig og ég var alveg: „Hvað í fjandanum?““ Sagði Chloe.

Athugasemdin hafði mikil áhrif á hana, enda var hún aðeins átján ára á þessum tíma eins og hún benti á í viðtalinu.

„Hann sagði þetta við mig þegar ég var átján ára, og þetta var svo fokking skrýtið því fyrir þetta hafði enginn sagt neitt við mig um þyngdina mína en þetta varð að þráhyggju,“ sagði hún.

Chloe byrjaði að svelta sig og borðaði aðeins 200 kaloríur á dag. Henni tókst að fela átröskunina með því að segjast vera í „átaki“ og drakk aðeins einn grænan safa á dag

Til að ná bata þurfti Chloe að segja skilið við öll boð og bönn þegar kom að mataræðinu, hún þurfti meðal annars að hætta að vera vegan. Hún hvetur alla sem glíma við átröskun að leita sér hjálpar og ræða við sálfræðing.

„Mér leið ömurlega og kom illa fram við líkama minn, en núna tel ég ekki einustu kaloríu og borða bara það sem ég vil og geri það sem ég vil, og líkami minn lítur betur út en hann hefur nokkurn tíma gert allt mitt fokking líf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
Fókus
Í gær

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma