fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Pressan

Væg COVID-19 veikindi setja mark sitt á heilann

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. mars 2022 15:00

Heilinn er magnaður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn sýnir að heilinn breytist ef fólk fær COVID-19. Þetta á einnig við þegar sjúkdómurinn fer vægum höndum sjúklinginn og veikindin eru væg.

Fjallað var um málið á vef Videnskab.dk og þar kemur fram að fyrri rannsóknir hafi sýnt að COVID-19 geti valdið breytingum á heilanum, þar á meðal á þeim svæðum sem stýra lyktarskyninu. Þetta á að minnsta kosti við hjá þeim sem veikjast alvarlega.

En samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar virðist sem væg einkenni og veikindi hafi áhrif á heilann og breyti honum og hann minnki örlítið, sérstaklega svæðið sem tengist lyktarskyninu.

Rannsóknin sem um ræðir er sú fyrsta þar sem sneiðmyndir voru teknar af heilum fólks bæði áður en það smitaðist af COVID-19 og eftir smit. Það þykir einn aðalstyrkleiki rannsóknarinnar því með þessu er hægt að bera heila þátttakendanna saman fyrir og eftir smit.

Breytingarnar sem um ræðir eru litlar en að meðaltali minnkaði lyktarskynssvæðið um 0,7%. Á því svæði þar sem mest breyting varð var breytingin 2%. Þetta svarar til þess að umrætt svæði hafi elst um 3,5 ár.

Rétt er að hafa í huga að þessar niðurstöður eiga aðeins við um ástand heilans frekar stuttu eftir COVID-19 veikindi og ekki liggur fyrir hvort þetta gangi til baka að einhverju leyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk hafði betur – Fær sinn eigin bæ

Musk hafði betur – Fær sinn eigin bæ
Pressan
Í gær

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum
Pressan
Í gær

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan
Pressan
Í gær

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?