Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, kallar Pedri, leikmann liðsins, besta leikmann í heimi og líktir ungstirninu við fyrrum samherja sinn, Andres Iniesta.
Hinn 19 ára gamli Pedri lék allan leikinn í 4-0 sigri Barcelona á Athletic Club á sunnudag og Xavi hrósaði honum í hástert eftir leik.
„Fyrir utan klobbann, sem er smáatriði, þá er það hvernig hann les leikinn, fer á milli línanna og fyrir aftan miðjumennina tvo,“ sagði Xavi í samtali við Marca. „Hann minnir mig mikið á Andres Iniesta.“
Barcelona really might have another “Midfielder of the Decade” with Pedri pic.twitter.com/9uym4Nwgd8
— FUT Stephen A (@FutStephenA) February 27, 2022
„Hann er frábær. Ég hef ekki séð marga jafn hæfileikaríka og hann. Hvað hæfileika varðar þá hef ég ekki komið auga á neinn eins og hann í heiminum. Það er enginn. Ég er ekki að segja þetta til að hrósa honum vegna þess að hann er ekki mikið fyrir hrós.
Leikmenn eins og [Kevin] De Bruyne eða [Luka] Modric hafa ákveðnua eiginleika, en ekki hæfileika eins og hann. Hann minnir mig á Iniesta, brúar bilið. Ef við erum að tala um hreina hæfileika, þá er hann sá besti í heiminum. Klárt mál.“