fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

„Hættuleg skilaboð af hálfu lögreglu sem send eru út í samfélagið“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 15. febrúar 2022 18:37

Lögreglustöðin á Akureyri. Mynd: Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Íslandsdeildar Transparency International hefur gefið út ályktun vegna ákvörðunar lögreglustjóra Norðurlands eystra um að yfirheyra blaðamenn vegna gruns um brot á hegningarlögum fyrir umfjöllun þeirra um skæruliðadeild Samherja.

Í ályktuninni kemur meðal annars fram að stjórnin líti þessa ákvörðun lögreglustjórans alvarlegum augum og að hún hafi verið tilkynnt til höfuðstöðva Transparency International í Berlín.

Hægt er að lesa ályktunina í heild sinni hér fyrir neðan:

Blaða- og fréttamennska er ekki glæpur

Það eru hættuleg skilaboð af hálfu lögreglu sem send eru út í samfélagið með ákvörðun Lögreglustjóra Norðurlands eystra um að yfirheyra að minnsta kosti fjóra blaðamenn vegna gruns um brot á hegningarlögum fyrir umfjöllun um „skæruliðadeild“ Samherja.

Rúmlega tvö ár eru síðan Kveikur, Al-Jazeera og Stundin greindu frá aðferðum Samherja í Namibíu. Þá voru fyrstu viðbrögð sjávarútvegsráðherra að hringja í Þorstein Má Baldvinsson til að spyrjast fyrir um líðan manns sem stýrir einu stærsta fyrirtæki landsins. Þetta stef hefur svo haldið áfram í gegnum málið. Blaða- og fréttafólk sem fjallað hefur um málefni Samherja hefur mátt búa við hömlulausar yfirlýsingar og ásakanir frá fyrirtækinu. Samhliða hóf Samherji mikla herferð þar sem gerð var tilraun til að endurskrifa söguna og hreinlega framleiða upplýsingaóreiðu.

Í maí 2021 birtu Kjarninn og Stundin umfjöllun um „skæruliðadeild“ Samherja, samstarfsfólks sem lét sig dreyma um að „stinga, snúa og strá svo salti í sárið“ á þeim sem fjalla um málefni Samherja í Namibíu. Fyrirtæki sem eru meðvituð um almannahag þurfa ekki „skæruliðadeildir“. Þau beita ekki ógnandi aðferðum, hótunum eða tilraunum til að þagga niður eðlilega gagnrýni með saksóknum. Í kjölfar fréttaumfjöllunarinnar baðst Samherji afsökunar: „stjórnendur Samherja [hafa] brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur að því er virðist tekið við keflinu af fyrirtækinu og nú með glæpavæðingu blaða- og fréttamennsku. Það lýsir vægast sagt furðulegri forgangsröðun í risavöxnu spillingarmáli sem teygir anga sína um heim allan, að „viðbrögðin“ séu að sækja af hörku gegn fjölmiðlafrelsi og heimildarvernd á Íslandi. Rannsókn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra varðar háttsemi sem ekki telst brot ef hún er réttlætanleg með vísan til almanna- eða einkahagsmuna. Minna má á að „skæruliðadeildin” ræddi meðal annars að beita sér í kosningum í stéttarfélagi, kortlagði og beitti sér gegn blaðafólki, listafólki, embættis- og stjórmálamönnum. Framganga sem forsætisráðherra sagði að væri óboðleg og ætti „ekki að líðast í lýðræðissamfélagi.” Háttsemi skæruliðadeildarinnar, í boði sjávarútvegsfyrirtækis sem nýtir auðlindir íslensku þjóðarinnar og var fellt undir skilgreiningu laga á einingu tengdri almannahagsmunum árið 2020, hlýtur að eiga erindi við almenning.

Íslandsdeild lítur þessa aðför að fréttamönnum í varnarbaráttu vitaskuld afar alvarlegum augum og hefur þegar tilkynnt þessa framvindu mála til höfuðstöðva Transparency International í Berlín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin