fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Meirihluti landsmanna hlynntur því að fólk víki úr stjórn og stjórnunarstörfum við ásakanir um kynferðisbrot

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. febrúar 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri könnun Prósents sögðust 75% þeirra sem tóku afstöðu vera hlynntir því að fólki, sem sakað hefur verið um kynferðisbrot, verði vikið úr stjórnunarstörfum eða stjórnum fyrirtækja og félaga.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að miðaldra fólk sker sig töluvert úr frá öðrum aldurshópum hvað þetta varðar því 16% þessa aldurshóps eru andvíg því að stjórnendur þurfi að bera ábyrgð ef þeir eru sakaðir um kynferðisbrot. 67% þessa aldurshóps eru hlynnt slíkri ákvörðun en það er lægsta hlutfallið í öllum aldursflokkum.

15% karlmanna eru andvígir því að stjórnarmenn eigi að víkja ef ásökun kemur fram, 65% karla eru hlynntir því en 20% tóku ekki afstöðu.

Almennt séð er ungt fólk hlynnt því að stjórnendur og stjórnarmenn þurfi að axla ábyrgð ef ásökun um kynferðisbrot kemur upp en 80% sögðust hlynnt því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni