fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Skúli, Sabine, Hjálmar og Guðný – Svona var röðin á eftir Degi og Heiðu

Erla Hlynsdóttir
Sunnudaginn 13. febrúar 2022 19:32

Skúli, Sabine, Hjálmar og Guðný.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslit í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík voru tilkynnt í Iðnó fyrir stundu. Fyrirfram var mest spenna fyrir því hver myndu hafna í þriðja og fjórða sætinu en þar voru margir um hituna.  Alls gáfu fimmtán manns kost á sér í eitthvað af efstu sex sætunum sem kosið var um í flokksvalinu, sextán manns raunar þegar með er talinn Guðmundur Ingi Þóroddsson en kjörstjórn fulltrúaráðs flokksins komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að framboð hans væri ekki gilt á þeim grundvelli að hann uppfyllti ekki skilyrði kosningalaga um kjörgengi.

Nú er Samfylkingin með sjö borgarfulltrúa.

 

Kosið var rafrænt og var kosningakerfið opið frá því klukkan átta í gærmorgun og til klukkan þrjú í dag.

Í 1. sæti Dagur B. Eggertsson með 2.419 atkvæði í 1. sæti.

Í 2. sæti Heiða Björg Hilmisdóttir með 1.926 atkvæði í 1.- 2. sæti.

Í 3. sæti Skúli Helgason með 1.104 atkvæði í 1. – 3. sæti.

Í 4. sæti Sabine Leskopf með 910 atkvæði í 1. – 4. sæti.

Í 5. sæti Hjálmar Sveinsson með 1.122 atkvæði í 1. – 5. sæti.

Í 6. sæti Guðný Maja Riba með 1.212 atkvæði í 1.- 6. sæti.

 

Í næstu sætum voru Sara Björg Sigurðardóttir í 7. sæti og Ellen Jacqueline Calmon í 8. sæti.

Dagur gaf einn kost á sér í fyrsta sætið og Heiða Björg sóttist ein eftir öðru sætinu.  Því var eftirvæntingin mest eftir því hverjir kæmu á eftir þeim á lista. Skúli var í þriðja sæti líka síðast en Sabine fór upp fyrir Hjálmar í röðinni, en þau fimm efstu eru sitjandi borgarfulltrúar.

Niðurstaða fyrir sex efstu sætin er bindandi fyrir uppstillingarnefnd, að teknu tilliti til reglna Samfylkingarinnar um að ekki halli á hlut kvenna.

Hér má lesa nánar um þau sem gáfu kost á sér í flokksvalinu https://xs.is/frambjodendur-i-flokksvali-i-reykjavik-2022

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB