fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Pressan

Telja að óþekkt orka valdi Havanaheilkenninu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. febrúar 2022 16:27

Frá Havana. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingahópur á vegum bandarískra leyniþjónustustofnana segir í nýrri skýrslu að líklega hafi áður óþekktri orkuuppsprettu verið beint gegn bandarískum sendiráðum víða um heim með þeim afleiðingum að margt starfsfólk og fjölskyldur þeirra hafa glímt við hið svokallaða Havanaheilkenni í kjölfarið.

Í skýrslunni segir að það sé mjög líklegt að utanaðkomandi orku hafi verið beint að sendiráðum og sendiráðsstarfsmönnum með útvarpsbylgjum. Þetta hefur valdið hinu svokallað Havanaheilkenni en þess hefur orðið vart hjá bandarískum stjórnarerindrekum í Kína, Evrópu, Mið-Ameríku og Karíbahafi.

Havanaheilkennið kom fyrst fram á sjónarsviðið meðal bandarískra stjórnarerindreka á Kúbu árið 2016. Margir urðu þá fyrir skyndilegu minnistapi, ógleði og miklum höfuðverk. Allt hafði fólkið heyrt undarleg hljóð áður.

Síðar áttu svipaðir atburðir sér stað á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Guangzhou í Kína og á síðustu mánuðum hafa borist fregnir af atburðum af þessu tagi í Evrópu.

Sérfræðingahópurinn hefur haft aðgang að mörg hundruð blaðsíðna leyniskjölum um málið og hann hefur einnig rætt við fjölda fólks sem hefur veikst. Niðurstaðan er að einhver utanaðkomandi orka hafi verið notuð til árásar á fólkið.

Segir hópurinn að hægt sé að nota sérstök loftnet til að senda „rafsegulbylgjur“, sem geta skaðað mannsheila, úr 10 til mörg hundruð metra fjarlægð. Segja sérfræðingarnir að þessar bylgjur geti komist í gegnum flest byggingarefni.

Bandaríska vísindaakademían komst að svipaðri niðurstöðu á síðasta ári.

Sérfræðingahópurinn segir að enn sé langt í lang með að hægt verði að segja með fullri vissu hvernig árásirnar eru gerðar og hver eða hverjir standa á bak við þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“