Manchester United verður án Fred og Alex Telles þegar liðið heimsækir Burnley í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Báðir hafa greinst með COVID-19 veiruna en Fred mætti á æfingu í morgun en var sendur heim eftir tuttugu mínútur.
Þeir félagar þurfa að vera heima hjá sér þangað til þeir greinast neikvæðir.
Fred kom við sögu í tapi gegn Middlesbrough á föstudag en Telles kom ekki við sögu í leiknum.
Fjöldi leikmanna United fékk COVID fyrir áramót og þurfti að loka æfingasvæði félagsins í nokkra daga.
🚨 | Alex Telles and Fred are unavailable for Manchester United's game against Burnley after testing positive for COVID pic.twitter.com/hqhZhedRfc
— Football Daily (@footballdaily) February 7, 2022