fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Pressan

„Skeytingarleysi varð honum að bana“ – Frakkar glíma við erfiða spurningu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. janúar 2022 07:02

Rue de Turbigo í París. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú sérð meðvitundarlausan mann liggja á götunni hjálpar þú honum eða heldur þú för þinni áfram? Það er spurningin sem margir Frakkar spyrja sig þessa dagana. Ástæðan er að nýlega lést svissneski ljósmyndarinn René Robert, 85 ára, eftir að hann datt niður á Rue de Turbigo í París. Þetta er fjölfarinn staður en samt sem áður hjálpaði enginn honum í níu klukkustundir. Hann króknaði.

The Guardian segir að René Robert hafi verið einna þekktastur fyrir að mynda marga af þekktustu flamingódönsurum Spánar.

Það var vinur hans, Michel Mompontet, sem hratt umræðunni af stað nýlega á Twitter. Hann skýrði þá frá því að Robert hafi dottið á Rue de Turbigo. Hann hafi líklega svimað og dottið. „Hann gat ekki staðið upp, lá á götunni í níu klukkustundir þar til heimilislaus maður hringdi eftir aðstoð. Ekki ein einasta manneskja hjálpaði honum á þessum níu klukkustundum. Ekki ein,“ skrifaði hann.

Í samtali við franska sjónvarpsstöð sagði Mompontet að Robert hafi „verið drepinn af skeytingarleysi.“

Samtök heimilislausra segja að árlega látist um 600 heimilislausir á götum Frakklands.

Fyrir nokkrum árum vakti myndband á YouTube-rásinni NorniTube mikla athygli en í því var rannsakað hvort vegfarendur væru líklegri til að hjálpa manni, sem datt niður á götu úti, ef hann var í jakkafötum í stað þess að líta út fyrir að vera heimilislaus. Niðurstaðan var skýr. Þegar hann var klæddur eins og heimilislaus lá hann miklu lengur á götunni og hrópaði á hjálp. Ef hann var í jakkafötum fékk hann nær samstundis hjálp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Í gær

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn daginn eftir að hann sótti 21 milljarða lottóvinning

Handtekinn daginn eftir að hann sótti 21 milljarða lottóvinning
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig