fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Gleymdu trúboðanum – „Snjóengillinn“ er nýja kynlífsstellingin sem þú verður að prófa

Fókus
Föstudaginn 28. janúar 2022 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar það rignir, snjóar og blæs til skiptis er fínt að finna sér eitthvað til dundurs innandyra. Fyrir þau sem stunda kynlíf er því upplagt að prófa nýjustu kynlífsstellinguna „snjóengilinn“.

Snjóenglinum er best lýst sem útfærslu af klassísku kynlífsstellingunni trúboðanum. Nema hvað karlmaðurinn snýr öfugt. Svo kannski væri rétt að tala um öfugsnúinn trúboða? Nei maður segir bara svona.

Á meðan trúboðinn krefst þess að báðir aðilar séu með höfuðið í sömu átt þá krefst snjóengillinn þess að aðilinn sem er ofan á snúi með höfuðið að fótum hins. Rétt eins og fyrir stellinguna frægu 69. Nema hvað að þarna mætast aðilarnir á kynfærasvæðinu.

Ólíkt trúboðanum er það líka aðilinn sem er undir sem stýrir ferðinni og hraðanum. Gott er að grípa um rass efri aðilans til að taka almennilega stjórnina.

Í gagnkynjasamböndum, eða samböndum þar sem bæði er fyrir að fara leggöngum og getnaðarlim/staðgöngulim er þetta sérstaklega góð stelling þar sem limurinn nuddast við snípinn í kynlífinu sem getur gert þessa stellingu sérstaklega ánægjulega.

Þetta er líka fín stelling fyrir veturinn þar sem hún krefst núnings á milli tveggja líkama sem skapar varma sem getur yljað á þungum vetrarkvöldum.

Þetta getur verið skemmtileg tilbreyting, þó svo að vissulega sé sjónarhornið ólíkt því sem trúboða-aðdáendur eru vanir. En með þessum hætti gæti sá sem er ofan á t.d. horft á sjónvarpið á meðan neðri aðilinn gerir alla vinnuna. Það hlýtur að vera kostur.

Svo er líka kostur að ef snjóengillinn er alls ekki að þínum smekk, þá kannski muntu meta trúboðann betur næst. Svo gætir þú líka prófað aðrar kynlífsstellingar sem hafa verið vinsælar undanfarin ár eins og „leynivin jólasveinsins„, „rjómaísinn„, „sjötíu„, „sótthreinsipumpuna“ eða „frygðarfötuna„.

Heimild: The Sun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 3 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn