fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Rússar láta á sér kræla á vesturvæng NATO – NATO sýnir mátt sinn og gerir hersveitir klárar til bardaga

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 29. janúar 2022 17:00

Fáni NATO. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld hafa sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna deilunnar um Úkraínu og mörg Evrópuríki hafa aukið hernaðarumsvif sín í austanverðri Ervópu. Rússar saka NATO um að „móðursýki“ og Írar hafa áhyggjur af umsvifum Rússa við Írland en Írland er ekki í NATO.

Úkraína er ekki aðili að NATO og því eru aðildarríki NATO ekki skuldbundin til að koma landinu til aðstoðar ef Rússar ráðast á það. En NATO býr sig samt sem áður undir átök og er nú að efla styrk sinn í austurhluta álfunnar. Fjögur NATO-ríki eiga landamæri að Úkraínu en það eru Pólland, Slóvakía, Ungverjaland og Rúmenía.

Danir hafa til dæmis sent F-16 þotur til Eystrasaltsríkjanna til eftirlits með lofthelgi þeirra. Franskir hermenn hafa verið sendir til Rúmeníu og styrkja þar með liðsafla NATO þar í landi. Einnig hafa Spánverjar sent skip og flugvélar í austurátt. Þetta er auðvitað gert til að vara Rússa við og sýna að NATO sé reiðubúið til að verja bandalagsríkin ef til stríðs kemur í Úkraínu og það breiðist út til annarra ríkja.

Bandaríkin hafa sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu og segjast reiðubúin að láta þá fara undir stjórn „Response Force“ NATO en það er alþjóðleg hersveit með um 40.000 hermenn. Hún gæti styrkt NATO í Austur-Evrópu mikið. Bandaríkin eru einnig tilbúin til að senda fleiri hermenn og hernaðartól til Evrópu ef þörf krefur.

Dmitrij Peskov, talsmaður Pútíns, sagði nýlega að Vesturlönd væru „móðursjúk“. Aðgerðir og talsmáti NATO geri ekkert annað en að auka spennuna.

Írar hafa áhyggjur

Írar, sem eru ekki aðilar að NATO, hafa áhyggjur af vaxandi umsvifum rússneska flotans í vesturhluta álfunnar. Rússar hafa í hyggju að halda flotaæfingu með stuðningi úr lofti 240 km frá suðvesturströnd Írlands í byrjun febrúar. Bretar hafa áður varað við því að þar geti Rússar verið ógn við neðansjávarstrengi sem tryggja netsamband og fjarskipti á milli Evrópu og Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn