fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Misheppnað uppboð Melania Trump – Lítill áhugi á munum úr hennar eigu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 17:30

Melania er mjög ósátt. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Melania Trump, eiginkona Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseta, efndi til uppboðs fyrr í mánuðinum þar sem hún bauð upp þrjá hluti úr sinni eigu. Lágmarksboð í munina var 250.000 dollarar en það náðist ekki. Áhuginn á uppboðinu var greinilega mun minni en reiknað hafði verið með.

CNN segir að hvítur hattur, sem Melania notaði í opinberri heimsókn, vatnslitamynd af henni með hattinn og merki með mynd af málverkinu hafi verið boðið upp.

Þegar uppboðinu lauk höfðu aðeins fimm boð borist í munina þrjá, öll nærri 1.800 Solana markinu en Solana er rafmynt sem Trump hafði sett sem skilyrði að yrði notuð til að greiða fyrir hlutina.

Lágmarksboð í Solana voru uppfyllt en samt sem áður náðist 250.000 dollara lágmarkið ekki því á síðustu tveimur vikum, nánast sama tíma og uppboðið stóð yfir, lækkaði gengi Solana um 40%. CNN segir að því hafi aðeins fengist um 170.000 dollarar fyrir munina, 80.000 dollurum minna en upphafsboðin áttu að vera. Talsmenn Melania svöruðu ekki fyrirspurnum CNN um uppboðið eða hversu stór hluti ágóðans af því og fyrri uppboðum hafi runnið til góðgerðarmála en Trumphjónin hafa lýst því yfir að hluti ágóðans eigi að renna til góðgerðarmála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?