fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Pressan

Þetta eru helstu einkenni Ómíkron hjá bólusettu fólki

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 05:44

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar heldur áfram að dreifast hratt út hér á landi og víðar. Nú liggur fyrir að afbrigðið er meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar en á móti kemur að það virðist ekki valda eins alvarlegum veikindum og hefur sjúkrahúsinnlögnum fækkað víðast hvar. En hver eru helstu sjúkdómseinkenni Ómíkron hjá þeim sem hafa lokið bólusetningu?

Því svaraði Tim Spector, prófessor og maðurinn á bak við breska ZOE einkenna appið, í samtali við News GP. ZOE appið gerir sjúklingum kleift að skrá líðan sína á meðan þeir glíma við COVID-19. Hann sagði að 2020 hafi fljótlega orðið ljóst að helstu einkenni Alphaafbrigðisins voru hósti, hiti og missir lyktarskyns auk tuttugu annarra atriða.

„Þegar Delta kom fram á sjónarsviðið tókum við eftir breytingu á helstu einkennunum. Kveflík einkenni á borð við nefrennsli, hálsbólgu og stöðugan hnerra urðu algengari ásamt höfuðverk og hósta, sérstaklega hjá þeim sem voru bólusettir,“ sagði hann.

Hvað varðar Ómíkron sagði hann að sjúkdómseinkennin líkist frekar venjulegu kvefi, sérstaklega hjá þeim sem eru bólusettir. Minna sé um einkenni á borð við ógleði, vöðvaverki og útbrot á húð.

Hann sagði að helstu einkenni Ómíkron hjá þeim sem hafa lokið bólusetningu séu: Nefrennsli, hálsbólga, hnerri, höfuðverkur, hósti, ógleði, vöðvaverkir, niðurgangur og útbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins
Pressan
Í gær

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Robert Prevost er fyrsti bandaríski páfinn – Valdi sér nafnið Leó XIV

Robert Prevost er fyrsti bandaríski páfinn – Valdi sér nafnið Leó XIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg