fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Finnur með góð spil á hendi við heimkomu – Stærstu liðin leita öll að miðverði

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnur Tómas Pálmason og sænska knattspyrnufélagið IFK Norrköping hafa komist að samkomulagi um að rifta samingi leikmannsins við félagið. Ákvörðunin var tekin í sameiningu en þetta kom fram á samfélagsmiðlum félagsins í gær.

Samkvæmt heimildum 433.is getur Finnur valið úr tilboðum hér heima en fjöldi liða vill fá miðvörð í sínar raðir. Þannig hefur KR haft áhuga á endurkomu Finns en Valur hefur einnig sýnt Finni mikinn áhuga samkvæmt heimildum.

Víkingur leitar að miðverði til að fylla skörð Kára Árnasonar og Sölva Ottesen og hafa áhuga á Finni. Þá vill FH fá miðvörð til sín en óvíst er hvort félagið bjóði Finni samning.

Ljóst er að Finnur er í góðri stöðu til að fá góðan samning við heimkomu til Íslands.

Finnur gekk til liðs við Norrköping í janúar á síðasta ári en var nokkuð utan hóps og varði sumrinu á láni hjá KR. Finnur er uppalinn í Vesturbænum og lék með KR áður en hann hélt út en upprunalegi samningur hans við sænska liðið gildi til ársins 2024.

Finnur, sem er 20 ára gamall miðvörður, er í verkefni með A-landsliði Íslands eins og stendur. Ísland mætir Úganda á morgun og Suður-Kóreu þann 15. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslensku landsliðin vita örlög sín á morgun

Íslensku landsliðin vita örlög sín á morgun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rashford hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Rashford hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum þjálfari United efstur á óskalista Brighton í sumar

Fyrrum þjálfari United efstur á óskalista Brighton í sumar