fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Tveir lögreglumenn reknir úr starfi fyrir að spila Pokémon Go og sinna ekki útkalli um vopnað rán

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 08:00

Pokémonspil og Pokémongo eru vinsæl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Gotta catch ´em all,“ er slagorðið fyrir hinn heimsþekkta leik og vörumerki Pokémon. En það þarf stundum að láta einn og einn Pokémon sleppa, að minnsta kosti ef fólk er í vinnunni. Nýlega voru tveir lögreglumenn í Los Angeles reknir úr starfi eftir að þeir höfðu eytt tíma sínum í að eltast við Pokémon í stað þess að eltast við ræningja.

BBC skýrir frá þessu. Það sem hélt lögreglumönnunum svo uppteknum við Pokémon Go var að þeir voru komnir á slóð eins sem heitir Snorlax en hann er að sögn einn af þeim sjaldgæfari í Pokémon Go.

Lögreglumönnunum langaði greinilega svo mikið að ná honum að þeir hunsuðu köll stjórnstöðvarinnar í talstöðinni þar sem beðið var um skjóta aðstoð vegna ráns í verslun. Lögreglumennirnir vísuðu þessu á bug en upptökur úr eftirlitsmyndavél lögreglubílsins komu upp um þá.

Þeir ræddu um aðstoðarbeiðnina sín á milli en ákváðu síðan að hunsa hana því Snorlax var í nágrenninu. Þetta kemur fram á upptökunni sem einnig sýnir að lögreglumennirnir óku á brott frá versluninni og næstu 20 mínútur óku þeir um svæðið og ræddu um Pokémon og eltust við þá í farsímum sínum.

Á upptökunni sést að annar þeirra, að minnsta kosti, náði Snorlax. „Strákarnir verða svo öfundsjúkir,“ sagði hann við hinn lögreglumanninn.

Þetta átti sér stað 2017, þegar Pokémon Go æðið var í algleymingi, og voru lögreglumennirnir reknir í kjölfarið. Þeir reyndu að fá brottrekstrinum hnekkt af dómstólum sem vísuðu málinu frá tvisvar, síðast í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“