fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Breskur tóbaksrisi beitir sér gegn löggjöf hér á landi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski tóbaksrisinn Britisth American Tobacco (BAT) vill að rafrettur, nikótínpúðar og aðrar nikótínvörur falli ekki undir ný tóbaksvarnarlög og að þau gangi ekki lengra en Evrópureglur segja til um.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta komi fram í umsögn sem Marc Yang Lauridsen, yfirmaður ríkismála hjá BAT í Evrópu, sendi heilbrigðisráðuneytinu.

BAT er næststærsti tóbaksframleiðandi heims. Fyrirtækið framleiðir til dæmis Lucky Strike og Kent en einnig rafrettuvökva og nikótínpúða. Fyrirtækið eitt þeirra fyrirtækja sem tilheyra regnhlífarhugtakinu „Big tobacco“ og hefur það staðið í málaferlum og deilum um víða veröld.

Ekki liggur fyrir hvernig nýju tóbaksvarnarlögin verða en þau verða sett vegna Evróputilskipunar sem bannar meðal annars bragðbættar sígarettur.

Tóbaksvarnarráð hefur hvatt til þess að lagarammi verði settur um nikótínpúða. „BAT vill þó minna á að Ísland hefur nú þegar sett reglur, til að mynda bann við sýnileika, sem ekki hafa verið teknar upp í öðrum ESB-ríkjum eða ríkjum innan EESsvæðisins,“ segir í umsögn BAT sem vill ekki að íslensk lög gangi lengra en Evróputilskipunin. Einnig vill fyrirtækið að tóbakssalar fái góðan aðlögunartíma og að hvorki rafrettur né nikótínpúðar falli undir tóbaksvarnarlög. „Vörur á borð við rafrettur og nikótínpúða innihalda ekki tóbak og regluverkið þarf að vera þannig úr garði gert að reykingafólk hafi tækifæri til að láta af notkun tóbaks með því að skipta yfir í vörur sem eru minna skaðlegar,“ segir í umsögninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“