fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Rangur maður á röngum tíma í vitlausu húsi réðst á húsráðanda

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 22. desember 2021 20:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum dæmdi Héraðsdómur Norðurlands eystra mann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir innbrot og líkamsárás. Um er að ræða atvik sem átti sér stað á nýársnótt í fyrra og er hið furðulegasta.

Aðfaranótt 1. janúar árið 2020 fór maður inn í íbúðarhús í leyfisleysi. Þar lagðist hann til rekkju í hjónaherbergi og sofnaði. Húsráðandi hefur komið að manninum sofandi og ætlað sér að vekja hann, en það endaði með ósköpum.

Maðurinn vaknaði og réðst á húsráðanda með því að taka hann hálstaki aftan frá og herða að. Auk þess potaði hann fingri í vinstra auga húsráðanda. Maðurinn hlaut áverka við þetta. Hann fékk mar á hálsinn vegna hálstaksins og potið olli því að hann fékk blóðhlaupið vinstra auga og mar þar undir.

Maðurinn játaði sök. Ekki var talin nein ástæða til að draga játningu hans í efa, og því þurfti ekki að færa frekari sönnur á málið.

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn játaði sök og sagðist iðrast gjörða sinna. Hann var dæmdur í 45 daga fangelsi, en fullnustu refsingar fellur niður að ári muni maðurinn ekki brjóta almennt skilorð.

Það að auki mun hann greiða 193.120 krónur í sakarkostnað, en fram kom í dómnum að hann hefði samið við brotaþola sinn um greiðslu bóta, og hefði þegar greitt honum hluta þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“