fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Aldís krefst afsökunarbeiðni og miskabóta vegna „ógeðfelldra“ ummæla Agnesar

Heimir Hannesson
Föstudaginn 10. desember 2021 19:00

Aldís Schram og lögmaður hennar Gunnar Ingi Jóhannsson í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldís Schram hefur falið lögmanni sínum að senda Agnesi Bragadóttur, fyrrum blaðamanni, kröfubréf vegna ummæla Agnesar sem hún lét falla á Facebook síðu Bryndísar Schram, móður Aldísar fyrr í mánuðinum.

Agnes sakaði þar Aldísi um að hafa beitt sig alvarlegu ofbeldi er Aldís lá inni á Landspítalanum.

Í bréfi Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns sem hann sendi fyrir Aldísar hönd er þess krafist að Agnes biðji Aldísi afsökunar á orðum sínum og að birting á þeirri afsökunarbeiðni fari fram opinberlega, meðal annars á þeim miðlum sem fjölluðu um ummæli Agnesar.

Þá krefst Aldís hálfrar milljónar í miskabætur auk 150 þúsund króna greiðslu vegna lögmannskostnaðar.

Þó nokkrir fjölmiðlar birtu fréttir um skilaboð Agnesar til Bryndísar sem fjölluðu svo til alfarið um Aldísi. Í samtali við DV segist Aldís íhuga stöðu sína gagnvart þeim fjölmiðlum en lýsir sig þó, sem fyrr, reiðubúna til sátta.

Í bréfi Gunnars segir jafnframt að Agnes hafi tíu daga til þess að fallast á kröfu Aldísar, ellegar áskilji hún sér rétt til þess að fara með málið lengra.

Aldís segir í samtali við DV ummæli Agnesar háalvarleg og að um hegningarlagabrot kunni að vera að ræða. Því áskilji hún sér rétt til þess að kæra ummælin til lögreglu.

Gunnar Ingi var einnig lögmaður Aldísar í meiðyrðamáli Jóns Baldvins Hannibalssonar, föður hennar, gegn sér. Það mál var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðastliðnum febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa
Fréttir
Í gær

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi
Fréttir
Í gær

Sara Rós hlaut hvatningarverðlaun ADHD samtakanna

Sara Rós hlaut hvatningarverðlaun ADHD samtakanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump