fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Afkastamikill raftækjaþjófur í síbrotagæslu yfir jólin – Frelsið entist aðeins í rúman sólarhring

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 8. desember 2021 14:24

mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði nú í byrjun mánaðarins karlmann í fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 30. desember vegna gruns um endurtekin brot gegn ákvæðum hegningarlaga er varða gripdeild og þjófnað.

Fram kemur í úrskurðinum að maðurinn er með tíu opin mál gegn sér í bókum lögreglu sem öll varða þjófnað á raftækjum. Í sakamálalögum segir að heimilt sé að úrskurða menn í gæsluvarðhald ef ætla má að einstaklingurinn muni halda áfram uppteknum hætti á meðan máli hans er ekki lokið eða rökstuddur grunur sé uppi um að hann hafi rofið skilyrði skilorðsbundins dóms.

Maðurinn sætti fyrst gæsluvarðhaldi frá 11. október til 1. desember síðastliðinn. Aðfaranóttina 3. desember, um einum og hálfum sólarhring eftir að honum var sleppt úr gæsluvarðhaldi var maðurinn handtekinn á heimili í Reykjavík grunaður um að hafa valdið eignaspjöllum og hótað heimilisfólki þar.

Auk framangreinds brots er maðurinn undir grun um að hafa í samtals átta skipti rænt raftækjum af verslunum í Reykjavík. Á meðal annars er maðurinn undir grun um að hafa stolið fartölvu, fartölvutösku, reiðufé, greiðsluposa og lyklum. Því til viðbótar er hann grunaður um að hafa stolið nokkrum rafmagnshlaupahjólum, spjaldtölvu, iPhone síma og fartölvu.

Sem fyrr segir þótti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur réttast að halda manninum í gæsluvarðhaldi þar til 30. desember eða samtals í fjórar vikur. Maðurinn áfrýjaði úrskurðinum til Landsréttar en vegna villu í áfrýjuninni var málinu vísað þaðan og fær því úrskurður héraðsdóms að standa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi