fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Afkastamikill raftækjaþjófur í síbrotagæslu yfir jólin – Frelsið entist aðeins í rúman sólarhring

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 8. desember 2021 14:24

mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði nú í byrjun mánaðarins karlmann í fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 30. desember vegna gruns um endurtekin brot gegn ákvæðum hegningarlaga er varða gripdeild og þjófnað.

Fram kemur í úrskurðinum að maðurinn er með tíu opin mál gegn sér í bókum lögreglu sem öll varða þjófnað á raftækjum. Í sakamálalögum segir að heimilt sé að úrskurða menn í gæsluvarðhald ef ætla má að einstaklingurinn muni halda áfram uppteknum hætti á meðan máli hans er ekki lokið eða rökstuddur grunur sé uppi um að hann hafi rofið skilyrði skilorðsbundins dóms.

Maðurinn sætti fyrst gæsluvarðhaldi frá 11. október til 1. desember síðastliðinn. Aðfaranóttina 3. desember, um einum og hálfum sólarhring eftir að honum var sleppt úr gæsluvarðhaldi var maðurinn handtekinn á heimili í Reykjavík grunaður um að hafa valdið eignaspjöllum og hótað heimilisfólki þar.

Auk framangreinds brots er maðurinn undir grun um að hafa í samtals átta skipti rænt raftækjum af verslunum í Reykjavík. Á meðal annars er maðurinn undir grun um að hafa stolið fartölvu, fartölvutösku, reiðufé, greiðsluposa og lyklum. Því til viðbótar er hann grunaður um að hafa stolið nokkrum rafmagnshlaupahjólum, spjaldtölvu, iPhone síma og fartölvu.

Sem fyrr segir þótti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur réttast að halda manninum í gæsluvarðhaldi þar til 30. desember eða samtals í fjórar vikur. Maðurinn áfrýjaði úrskurðinum til Landsréttar en vegna villu í áfrýjuninni var málinu vísað þaðan og fær því úrskurður héraðsdóms að standa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“