fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Hildur hjólaði í Dag í gær – „Það er ótrúleg fullyrðing!“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. desember 2021 11:00

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærdag fór fram síðari umræða um fjármálaáætlun Reykjavíkurborgar og stóð umræðan langt fram á nótt. Þó nokkur hiti var í leikmönnum borgarstjórnar enda er um að ræða síðustu fjármálaáætlun sem afgreidd er fyrir kosningar.

Fulltrúar minnihlutans gerðu sér mat úr efni áætlunarinnar og yfirlýsingum borgarstjóra henni tengdar.

Svo virðist sem yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar um að Reykjavík væri í fararbroddi í jafnréttismálum hér á landi hafi hreyft við Hildi Björnsdóttur, varaoddvita Sjálfstæðisflokksins, sem svaraði Degi fullum hálsi í gær.

„Borgarstjóri sagði í ræðu sinni fyrr í dag – að hvert sem litið væri – væri Reykjavíkurborg í forystu. Það er ótrúleg fullyrðing – ekki síst þegar litið er til leikskólamála,“ sagði Hildur og vísaði til sístækkandi biðlista eftir plássi á leikskólum Reykjavíkur.

Sagði Hildur í ræðu sinni:

Árið 2017 voru rúm 800 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Fjórum árum síðar er fjöldi barna á biðlistum enn næstum 800. Yfir 16 ára tímabil hefur Samfylking lofað öllum börnum leikskólavist við 12-18 mánaða aldur. Meðalaldur barna við inngöngu á borgarrekna leikskóla er hins vegar 29 mánuðir. Illa gengur að stytta biðlista og illa gengur að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Nágrannasveitarfélögum gengur hins vegar mun betur að brúa þetta bil.

Hildur rifjaði þá jafnframt upp skerðingu á þjónustu leikskólanna á kjörtímabilinu, en opnunartími leikskóla borgarinnar voru nýverið styttir um hálftíma. „Þá leiðir mönnunarvandi til þess að leikskólar loka gjarnan enn fyrr á daginn – og börn eru send fyrr heim,“ sagði Hildur jafnframt. „Þá eru sumaropnanir einungis tryggðar sumum. Dagforeldrum fækkar ár frá ári. Skólahúsnæði í borginni er illa viðhaldið sem leitt hefur af sér heilsutjón fyrir börn og umfangsmikla röskun á skólastarfi. Staðan er ekki góð. Borgin er ekki í forystu.“

Í þessu ljósi sagði Hildur fullyrðingu borgarstjóra um að Reykjavík væri í forystu í jafnréttismálum „ótrúlega,“ enda eru trygg leikskólapláss fyrir börn eitt mikilvægasta jafnréttismálið sem borgarstjórn fengist við, að hennar sögn.

Sagði Hildur að lokum:

Við þurfum leikskólaþjónustu sem virkar. Borgin þarf að bjóða trausta og áreiðanlega daggæslu eða leikskólavist strax í kjölfar fæðingarorlofs. Jafnframt þarf að styðja við sjálfstætt starfandi leikskóla sem svarað hafa eftirspurn sem borgin hefur ekki getað mætt. Traust aðgengi að leikskólum borgarinnar er nefnilega mikilvægt jafnréttismál – og þar erum við ekki í forystu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“