fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Segir sambandið við mótleikarann í íslensku kvikmyndinni ekki hafa verið gott – „Þú getur ekki hrætt mig tík!“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 10:30

Noomi Rapace - Myndir: IMDb

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Noomi Rapace, aðalleikkona kvikmyndarinnar Lamb, ræddi um reynsluna af því að leika í myndinni í samtali við tímaritið The Wrap á dögunum. Þar talar hún sérstaklega um einn meðleikara sinn en hún segir samstarf þeirra hafa gengið brösulega.

Noomi sat og beið eftir að kallað væri á hana, verið var að bíða eftir því að ær væri tilbúin að fæða lamb. Þegar kallið kom hljóp leikkonan af stað í hlöðuna. „Lambið er að koma!“ var kallað á hana.

„Okei, ég er bara að fara stinga höndunum mínum þangað inn! Ég býst við því að þetta sé það sem við erum að gera,“ hugsaði hún með sér á meðan hún fór í átt að hlöðunni.

Noomi segir að henni hafi ekki fundist jafn erfitt að undirbúa sig fyrir senuna og margir myndu halda. Henni leið þó furðulega þegar hún byrjaði að leika með ærinni. „Þetta var svo grimmt! Mér fannst eins og hún [ærin] væri bein ógn við hamingjuna mína. Þetta var skrýtið,“ segir hún.

„Við áttum ekki í góðu sambandi, ég og ærin,“ segir leikkonan svo í háði. „Þegar ég kom á kvikmyndasettið leið mér alltaf eins og hún væri að stara á mig.“

Henni leið eins og ærin væri að tala við hana. „Horfðu í burtu kona! Láttu mig vera!“ fannst henni hún segja við sig. „Hún var að stappa, reyna að hræða mig og ég var bara: Þú getur ekki hrætt mig tík!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun