fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Dagur B óvinsælli meðal landsmanna en Trump var meðal Bandaríkjamanna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. desember 2021 12:08

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins 28,2% landsmanna segjast nú vera ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur. Hlutfallið er hærra í Reykjavík, eða 39%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Maskínu sem unnin var fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Uppfært 14:09 – Tölur Maskínu reyndust lítillega rangar og hefur fréttin verið uppfærð með þeim upplýsingum. Munaði rúmu prósenti á niðurstöðum sem sagðar voru frá því í desember og DV sagði frá í fyrri útgáfu fréttarinnar og þeim sem réttari reyndust. Hefur fréttin verið uppfærð með nýjum upplýsingum frá Maskínu.

Úr niðurstöðum könnunarinnar má lesa að ánægja borgarbúa hafi dvínað milli kannanna. Um helgina birti Vísir niðurstöður könnunarinnar fyrir nóvember mánuð þar sem 39% aðspurðra sögðust ánægðir með störf Dags. Í febrúar á þessu ári stóð sú tala í 40,5%.

Dagur óvinsæll austan Elliðaáa

Á meðal Reykvíkinga mælist ánægja með Dag meiri hjá körlum en konum.

Langmest er ánægjan þó meðal Reykvíkinga sem búsettir eru í 101 eða Vesturbænum, og segjast 60,7% íbúa þar ánægðir með Dag. Það sama hlutfall í þeim póstnúmerum Reykjavíkur sem eru austan Elliðaáa er aðeins 28,0%, samkvæmt nýjustu tölum Maskínu. Raunar eru 50,1% íbúa austan Elliðaáa beinlínis óánægðir með störf hans. Aðeins 21,9% íbúa þar segjast hvorki ánægðir né óánægðir.

Sem fyrr sagði er hlutfall ánægðra ívið lægra utan höfuðborgarinnar. Á meðal landsmanna allra mælist hlutfall mjög eða fremur ánægðra aðeins 28,2%.

Trump fór lægst í 34%

Skoðanakannanir af þessari gerð eru ekki algengar hér á landi og ríkari hefð fyrir því að dæma frammistöðu stjórnmálamanna eftir gengi stjórnmálaflokka þeirra í næstu kosningum. Í Bandaríkjunum er hins vegar sterk hefði fyrir framkvæmd skoðanakannana af þessum toga og standa forsetar gjarnan og falla eftir niðurstöðum þeirra.

Gallup hefur síðan Franklin Delano Roosevelt var forseti framkvæmt slíkar kannanir vestanhafs og er samanburður á niðurstöðum þeirra um margt áhugaverður. Botninum náði Harry Truman árið 1952 þegar aðeins 22% sögðust ánægðir með kappann. Hæstur fór Truman reyndar í 87% stuttu eftir uppgjöf Þjóðverja í Heimsstyrjöldinni síðari.

Í seinni tíð á George Bush yngri botnmetið en undir lok seinni kjörtímabils hans í embætti sögðust aðeins 25% ánægðir með störf hans sem forseta. Athygli vekur hins vegar að hann á einnig 21. aldar metið í hina áttina, en hálfum mánuði eftir árásirnar á tvíburaturnana sögðust 90% vera ánægðir með forsetann.

Donald Trump á líklega lægsta meðaltalið, en hlutfall ánægðra fór aldrei yfir 49% á hans fjögurra ára ferli sem forseti. Lægstur mældist hann í 34% sem er þó hærra en fylgi Dags á landsvísu hér á Íslandi og er líkast til ekki skýrari dæmi um hve ólík stjórnmálin hér á landi eru þeim vestanhafs.

Barack Obama fór svo hæst upp í 67% en lægst í 40%. Sveiflurnar voru öllu meiri hjá Clinton, sem fór hæstur í 73% en lægstur í 37%. Merkilegt nokk náði Clinton sínum botni tveimur árum áður en hann vissi af tilvist Monicu Lewinsky.

Fyrir utan fyrrnefnt met George Bush yngri voru vinsælastir forseta þeir Bush eldri, sem mældist í 89% stuttu eftir Persaflóastríðið, John F. Kennedy sem náði 83% og eftirmaður hans Lyndon B. Johnson í 79%. Þeir tveir síðastnefndu náðu sínum metvinsældum í tengslum við stuðning þeirra við réttindabaráttu svartra í Suðurríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki