fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Segir grímulausan þjófnað stundaðan til að hygla útgerðinni sem eigi Sjálfstæðisflokkinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. desember 2021 05:59

Er Seðlabankinn bara verkfæri í höndum Sjálfstæðisflokksins og útgerðarinnar?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar lifa í ríkasta samfélagi heims en eru samt sem áður niðursetningar í eigin landi. Ástæðan er spilling sem hefur vaxið út frá kvótakerfinu en það hefur fært útgerðunum svo mikil pólitísk völd að þær ráða orðið gengi krónunnar.

Þetta segir í grein sem Ólafur Örn Jónsson, heldri borgari og fyrrum skipstjóri, skrifa á vísir.is en greinin ber fyrirsögnina „Niðursetningarnir“. Í henni segir hann að  allt frá hruni hafi allt verið gert til að koma í veg fyrir að gengi krónunnar hækkaði ekki því gróði útgerðarinnar, þegar evran kostaði 160 krónur, hafi verið fordæmalaus. Hækkandi tekjur þjóðarinnar hafi hins vegar þrýst á gengið og ljóst að gengi krónunnar myndi hækka. Þá hafi fjármálaráðherra skipað Seðlabankastjóra að byrja að kaupa gjaldeyri til að hægja á hagvexti og koma í veg fyrir eðlilega hækkun á gengi krónunnar.

„Takið þið nú vel eftir. Þarna fer fjármálaráðherrann gagngert gegn hagsmunum þjóðarinnar og almennings og tekur óáunninn hag útgerðarinnar fram yfir skyldur sínar gagnvart almenning í landinu sem átti rétt á því að gengið rétti úr kútnum og launafólk lífeyrisþegar og allir fengju eðlilegan kaupmátt launa sinna,” segir Ólafur.

Hann segir að með þessu, sem hann kallar fordæmalaust hryðjuverk, hafi Seðlabankinn síðustu 6 árin verið notaður til að gera borgara landsins að niðursetningum í eigin landi sem er eitt ríkasta og tekjuhæsta samfélag heims. „Hér hefur verið góðæri í 6 ár sem fer vaxandi en við höfum í engu fengið að njóta vegna glæpaverka sem framin eru á gengi krónunnar,“ segir hann.

Hann segir að gengi evrunnar eigi í raun að vera svipað og fyrir hrun eða um 90 krónur fyrir hverja evru en Seðlabankinn komist upp með að vera búinn að kaupa gjaldeyri fyrir 930 milljarða til að halda gengi krónunnar í 150 krónum fyrir hverja evru. Þetta sé gjaldeyrisvarasjóður í eigu launþega og lífeyrisþega.

„Þarna er grímulaust verð að stela af mér og þér til að hygla útgerðinni sem á Sjálfstæðisflokkinn. Útgerðin er að fá 50% meiri tekjur út á þetta skítaplott í Seðlabankanum,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?