fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Hanna Björg skrifar opið bréf til gerenda – Með tillögur fyrir þá sem vilja gera betur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 26. nóvember 2021 14:00

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari vakti mikla athygli í lok ágúst vegna beittrar gagnrýnar sinnar á forystu KSÍ í tengslum við kynferðisbrotamál. Hún skrifar opið bréf til karlkyns gerenda kynferðisofbeldis og/eða -áreitis í nýjum pistli á Vísi.

„Ástæða þess að karlar eru ávarpaðir sérstaklega er sú að þeir eru í langflestum tilfellum gerendur í kynbundu ofbeldi,“ útskýrir Hanna.

Hún segir að þessir menn séu ekki vondir menn og fæddust ekki með innbyggða kvenfyrirlitningu og viljann til að vera andstyggilegir við konur. „En þið hafið látið undan ykkar lægri hvötum með eða án meðvitundar um það.“

Stundum kallað feðraveldi

Hanna segir að menning okkar og samfélag eru hönnuð af karlmönnum, fyrir karlmenn. „Samfélagsleg gildi og verðmætamat er skilgreint með ykkar hagsmuni og forréttindi að leiðarljósi. Meintir andlegir og líkamlegir yfirburðir ykkar kyns hefur gjarnan verið notað sem réttlæting á forréttindastöðunni. Við vitum auðvitað betur en svo að trúa þeim meintu yfirburðum í dag en þó er eins og þetta standi samt í hugum margra. Stundum er þetta karlhannaða samfélag kallað feðraveldi,“ segir hún.

„Samfélagið og feðraveldið hefur spilað með ykkur, almannarómurinn, og varið ykkur þegar þolendur hafa gert tilraunir til að fá fram réttlæti. Dómskerfið er fjandsamlegt þolendum og hliðhollt ykkur. Stjórnendur á vinnustöðum hafa verið meðvirkir með ykkur og látið þolendur fara frekar en að stíga inn í og stöðva skaðlega hegðun ykkar. Fjölskyldur hafa tekið afstöðu með ykkur og gegn þeirri sem brotið var á. Þolendur hafa þurft að flýja ykkur í gegnum tíðina og iðulega setið uppi með skömm og sök á því sem gerðist. En skömmin og sökin var aldrei þolenda, heldur ykkar.“

Hanna segir að ein af þeim skilaboðum sem gerendur fá úr menningunni er að líta á konur sem kynferðisleg viðföng og því eldri sem konur verða því óþarfari verða þær samkvæmt feðraveldinu.

Aldrei haft leyfi

„Þið hafið aldrei haft leyfi kvenna til að lítillækka þær, áreita, niðurlægja eða beita ofbeldi. Aldrei. Hvergi. Þið hafið tekið ykkur þetta vald í kynferðislegum yfirgangi og tilkalli til yfirráða, valds og stundum með líkamlegum yfirburðum. Í mörgum tilfellum er yfirgangurinn til að bæta upp fyrir minnimáttarkennd og þörf til að drottna yfir öðrum,“ segir hún og bætir við:

„Þið hafið gert slæma hluti sem hafa valdið öðrum skaða – stundum litlum, í formi óþæginda og skammar, stundum óbætanlegum skaða, og allt þar á milli.“

Hanna spyr þá gerendur hvort að þeir ætli að halda áfram að vera „hluti af vandanum, eða snúa við blaðinu og vera hluti af lausninni.“ Fyrir þá sem kjósa að taka þátt í að gera samfélagið betra og öruggara er Hanna með nokkrar tillögur:

„-Axlið ábyrgð af auðmýkt og hugrekki

-Látið til ykkar taka þegar þið verðið vitni að öðrum beita misrétti/kvenfyrirlitningu

-Horfist í augu við eigin misgjörðir

-Komið fram við öll af virðingu, alltaf og allstaðar

-Hættið að horfa á konur sem kynverur fyrst og fremst

-Leitið aðstoðar fagfólks ef þið ráðið ekki við hegðun ykkar

-Þekkið forréttindin ykkar.“

Pistillinn má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“
Fókus
Í gær

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Í gær

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 3 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“