fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Íslendingur í Hollandi grunaður um að hafa frelsissvipt og nauðgað íslenskri konu

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 14:09

Frá Amsterdam. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa frelsissvipt íslenska konu í Hollandi í síðustu viku og nauðgað henni. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Ævar Pálmi Pálmasson, yfir­maður kyn­ferðis­brota­deildar lög­reglunnar, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að málið væri til rannsóknar. „Við getum stað­fest að lög­reglan sé með til rann­sóknar of­beldis­mál vegna at­viks sem átti sér stað í Hollandi. Ekkert meira en það,“ sagði hann.

Heimildir Fréttablaðsins herma að meintur gerandi hafi tvívegis verið dæmdur fyrir nauðganir og ofbeldi hér á landi. Árið 2018 var hann síðast dæmdur í fangelsi en hann fékk fjögur ár fyrir nauðgun.

Lögregluyfirvöld í Hollandi hafa ekki staðfest hvort maðurinn sé í haldi en samkvæmt Fréttablaðinu er lögreglan í Amsterdam á eftir manninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi