fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Tómas skildi þetta ekki við dramatískan viðskilnað Vals og Hannesar

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 22:00

Hannes Þór Halldórsson og Manuel Neuer. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson, einn besti íslenski markvörður allra tíma, komst að samkomulagi við Val um að samningi hans yrði rift á dögunum, ári áður en hann átti að renna út.

Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum Hannes og Val undanfarið. Valur fékk Guy Smit til liðs við sig snemma í haust og virtist frá þeim tímapunkti enginn áhugi fyrir því á Hlíðarenda að hafa Hannes áfram hjá félaginu.

Valur hefur fengið mikla gagnrýni fyrir framgöngu sína í garð Hannesar. Markvörðurinn var einn af fáum ljóstum punktum hjá Val á arfaslöku tímabili síðasta sumar í Pepsi Max-deildinni.

Málið var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær.

,,Eitt sem mér finnst svo skrýtið við þennan viðskilnað er það að Valsmenn hafi ekki viljað hafa hann í kringum sig,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum, í þættinum.

Hann hélt áfram; ,,Þú vilt hafa Hannes Þór Halldórsson sem félagsmann þinn, hjá Val eða KR eða eitthvað. Að skutla honum í burtu er svolítið skrýtið. Ég er viss um að Hannes hafi engan áhuga á því að láta Heimi Guðjónsson og Börk Edvardsson hafa eitthvað að segja um hvenær hans glæsta ferli er lokið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona eru þrjár næstu umferðir Bestu deildarinnar – Margt áhugavert gæti gerst

Svona eru þrjár næstu umferðir Bestu deildarinnar – Margt áhugavert gæti gerst
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forseti Barcelona hefur samband vegna Greenwood

Forseti Barcelona hefur samband vegna Greenwood
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea

Hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti orðið fullkominn endir hjá Reus

Gæti orðið fullkominn endir hjá Reus
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?